Það var þétt setið á skemmtistaðnum Húrra í gær þegar Fílahjörðin kom þar saman, en fílahjörðin eru dyggustu hlustendur hlaðvarpsins Fílalag. Þetta var sértrúarsafnaðardæmi og mættu sumir með klappstóla með sér. Hare Krishna.
Prinsip var brotið í gær því að Abba var fílað. Fílalagsmenn höfðu áður gefið frá sér yfirlýsingu um að þeirra eina prinsip í lífinu væri að fíla ekki Abba. En það er búið. Rétt eins og öll önnur prinsip. Allir gera bara það sem þeir vilja í dag. Fara í jogging-buxum í atvinnuviðtal. Fá sér créme brulé í morgunmat. Ekki málið. Hjá millenials eru alltaf jólin.
Abba. The Winner Takes it All. Njótið. Fílið.
The Beta Band - Dry the Rain Þunglyndisfílgúddið verður ekki tærara en þetta. Hér er hann mættur í Pringles-mylsnaða sófann þinn: Indígírkassinn mikli sem...
Foo Fighters - My Hero Handboltarokkið er tekið föstum tökum í þætti dagsins. Um er að ræða slökkviliðsmannastomperinn My Hero með Foo Figthers, úr...
Fílalag fílar níu ára gamalt lag í dag. Hér er um að ræða einn stærsta smell ársins 2007: Paper Planes með M.I.A. Engin borg...