The Winner Takes It All (Live frá Húrra) – Sértrúarsöfnuður hlustar á Abba

August 12, 2017 00:55:21
The Winner Takes It All (Live frá Húrra) –  Sértrúarsöfnuður hlustar á Abba
Fílalag
The Winner Takes It All (Live frá Húrra) – Sértrúarsöfnuður hlustar á Abba

Aug 12 2017 | 00:55:21

/

Show Notes

Það var þétt setið á skemmtistaðnum Húrra í gær þegar Fílahjörðin kom þar saman, en fílahjörðin eru dyggustu hlustendur hlaðvarpsins Fílalag. Þetta var sértrúarsafnaðardæmi og mættu sumir með klappstóla með sér. Hare Krishna.

Prinsip var brotið í gær því að Abba var fílað. Fílalagsmenn höfðu áður gefið frá sér yfirlýsingu um að þeirra eina prinsip í lífinu væri að fíla ekki Abba. En það er búið. Rétt eins og öll önnur prinsip. Allir gera bara það sem þeir vilja í dag. Fara í jogging-buxum í atvinnuviðtal. Fá sér créme brulé í morgunmat. Ekki málið. Hjá millenials eru alltaf jólin.

Abba. The Winner Takes it All. Njótið. Fílið.

Other Episodes

Episode

September 30, 2016 01:29:49
Episode Cover

Mother – Móðir. Haust. Fegurð.

Það er haust. Fílalag tekur fyrir haust tónlistarsögunnar, sem er sólóferill John Lennon. Nánar tiltekið „Mother“ af Plastic Ono Band frá 1970. Hví er...

Listen

Episode

April 12, 2024 01:03:26
Episode Cover

Perfect Day - Fullkominn dagur (Live frá Kex Hostel)

Lou Reed - Perfect Day Í tilefni tíu ára afmælis Fílalag var ákveðið að hóa saman fólki og henda í snar basic live-fílun á...

Listen

Episode

December 01, 2017 00:50:49
Episode Cover

Himinn og jörð (Live á Húrra) – Himinn og jörð að veði

Fílahjörðin kom saman á Húrra fyrir tveimur dögum síðan og hlýddi á lifandi flutning Fílalags. Eins og alltaf þegar um lifandi viðburð er að...

Listen