Það var þétt setið á skemmtistaðnum Húrra í gær þegar Fílahjörðin kom þar saman, en fílahjörðin eru dyggustu hlustendur hlaðvarpsins Fílalag. Þetta var sértrúarsafnaðardæmi og mættu sumir með klappstóla með sér. Hare Krishna.
Prinsip var brotið í gær því að Abba var fílað. Fílalagsmenn höfðu áður gefið frá sér yfirlýsingu um að þeirra eina prinsip í lífinu væri að fíla ekki Abba. En það er búið. Rétt eins og öll önnur prinsip. Allir gera bara það sem þeir vilja í dag. Fara í jogging-buxum í atvinnuviðtal. Fá sér créme brulé í morgunmat. Ekki málið. Hjá millenials eru alltaf jólin.
Abba. The Winner Takes it All. Njótið. Fílið.
Það er haust. Fílalag tekur fyrir haust tónlistarsögunnar, sem er sólóferill John Lennon. Nánar tiltekið „Mother“ af Plastic Ono Band frá 1970. Hví er...
Lou Reed - Perfect Day Í tilefni tíu ára afmælis Fílalag var ákveðið að hóa saman fólki og henda í snar basic live-fílun á...
Fílahjörðin kom saman á Húrra fyrir tveimur dögum síðan og hlýddi á lifandi flutning Fílalags. Eins og alltaf þegar um lifandi viðburð er að...