Gvendur á Eyrinni - Harmurinn, tyggjóið, eyrin og eilífðin

April 26, 2024 01:08:43
Gvendur á Eyrinni - Harmurinn, tyggjóið, eyrin og eilífðin
Fílalag
Gvendur á Eyrinni - Harmurinn, tyggjóið, eyrin og eilífðin

Apr 26 2024 | 01:08:43

/

Show Notes

Dátar - Gvendur á Eyrinni

Esjan er klædd flaueli. Handan hennar springur bomban. Sveppaskýið rís til himins. Faxaflóinn verður appelsínugulur. Við ströndina standa eyjaskeggjar með hnausþykk bítnikka-sólgleraugu og horfa á hamfarirnar en heyra ekkert hljóð. Svo fara allir heim til sín og sjóða ýsu og hlusta á aflafréttir í útvarpinu. Ekkert gerðist. Það er allt með felldu hér.

Hljómsveitin Dátar er ein sú leyndardómsfyllsta og svalasta í poppsögu okkar. Þeir komu, sáu og sigruðu. Þeir voru í flottum fötum, þeir voru með svört sólgleraugu, þeir hljómuðu vel, sungu og spiluðu frumsamin lög, stelpurnar vildu vera með þeim, strákarnir vildu vera eins og þeir. Já, þetta gerðist, hér í norpinu á hjara veraldar, starfaði útpæld mod-hljómsveit sem ærði. En svo fóru allir heim til sín og suðu ýsu og stilltu á aflafréttir. Það er svo margt ósagt: skömmin og harmurinn. Þegar tilveran er ein stór skekkja, þegar ekki fer saman hljóð og mynd.

En við eigum upptökur. Tvær fjögurra laga EP-plötur. Þetta gerðist í alvöru. Faxaflóinn var appelsínugulur. Það eru til sannanir. Fílum þær.

Other Episodes

Episode

December 13, 2024 01:19:30
Episode Cover

1979 - Goth báðu megin

The Smashing Pumpkins - 1979 Lífið er endalaust. Fyndinn 16 ára gaur djögglar snakkpokum inn í flúorljósum 10-11, tvær stelpur hlæja en meira að...

Listen

Episode

October 20, 2017 00:49:24
Episode Cover

Handle With Care – Mesta stemmning sögunnar

Leggjum á borð. Hvað er í matinn? Soðinn Bítill, kryddaður með Roy Orbison, eldaður af Jeff Lynne úr ELO, borinn fram með Bob Dylan...

Listen

Episode 0

April 09, 2021 01:09:20
Episode Cover

Næturljóð - Gárur á tjörn tímans

Næturljóð - MA Kvartettinn Fáni blaktir yfir Studebaker á Holtavörðuheiði. Prúðbúinn maður festir á sig skóhlífar í innbænum á Akureyri. Púrtvíni hellt í glas...

Listen