Gvendur á Eyrinni - Harmurinn, tyggjóið, eyrin og eilífðin

April 26, 2024 01:08:43
Gvendur á Eyrinni - Harmurinn, tyggjóið, eyrin og eilífðin
Fílalag
Gvendur á Eyrinni - Harmurinn, tyggjóið, eyrin og eilífðin

Apr 26 2024 | 01:08:43

/

Show Notes

Dátar - Gvendur á Eyrinni

Esjan er klædd flaueli. Handan hennar springur bomban. Sveppaskýið rís til himins. Faxaflóinn verður appelsínugulur. Við ströndina standa eyjaskeggjar með hnausþykk bítnikka-sólgleraugu og horfa á hamfarirnar en heyra ekkert hljóð. Svo fara allir heim til sín og sjóða ýsu og hlusta á aflafréttir í útvarpinu. Ekkert gerðist. Það er allt með felldu hér.

Hljómsveitin Dátar er ein sú leyndardómsfyllsta og svalasta í poppsögu okkar. Þeir komu, sáu og sigruðu. Þeir voru í flottum fötum, þeir voru með svört sólgleraugu, þeir hljómuðu vel, sungu og spiluðu frumsamin lög, stelpurnar vildu vera með þeim, strákarnir vildu vera eins og þeir. Já, þetta gerðist, hér í norpinu á hjara veraldar, starfaði útpæld mod-hljómsveit sem ærði. En svo fóru allir heim til sín og suðu ýsu og stilltu á aflafréttir. Það er svo margt ósagt: skömmin og harmurinn. Þegar tilveran er ein stór skekkja, þegar ekki fer saman hljóð og mynd.

En við eigum upptökur. Tvær fjögurra laga EP-plötur. Þetta gerðist í alvöru. Faxaflóinn var appelsínugulur. Það eru til sannanir. Fílum þær.

Other Episodes

Episode

February 26, 2016 00:38:01
Episode Cover

Paper Planes – Einn á lúðurinn frá London

Fílalag fílar níu ára gamalt lag í dag. Hér er um að ræða einn stærsta smell ársins 2007: Paper Planes með M.I.A. Engin borg...

Listen

Episode

May 03, 2024 01:07:27
Episode Cover

Quit Playing Games (With my Heart) - Tárin, árin, sárin

Backstreet Boys - Quit Playing Games (With my Heart) Höfrungasýning í skemmtigarði. Aflitaðir endar. Rigning inni í vöruhúsi. Uppásnúnir gallajakkar. Pýramídasvindlara-umboðsmaður. Vinir að eilífu....

Listen

Episode

January 10, 2025 01:08:18
Episode Cover

Knockin' On Heaven's Door - Þurr steinn grætur

Bob Dylan - Knockin' On Heaven's Door Fyrsti í Dylan-svítu. Fógetinn er við dauðans dyr. Hann grefur byssur sínar. Útlagi í Ástralíu-frakka gengur framhjá...

Listen