Í þessum þætti Fílalags verður fjallað um einhvern bragðmesta og klístrugasta súputening rokksögunnar. Hljómsveitina Doors.
Þar fór saman ljóðasköddun, djassgeggjun ásamt vænum skammti af blús, bæði í tónfræðilegum og sálfræðilegum skilningi.
Ævintýrið – sem hófst innan um bikini-babes á Venice Beach í Los Angeles og endaði í baðkari í Marais-hverfi Parísar – var tónlistar- og hugmyndaleg þeysireið.
Í þættinum verður tæpt á því helsta. Leðurbuxunum, barokk-börtunum og messíasar-smurningunni.
Hlustið og fræðist, hlýðið á, fílið.
Small Faces - Itchycoo Park Hoppum og skoppum í gegnum blómagarðinn með litlar sólhlífar og gúrkusamlokur í maganum eins og í bók eftir Thackeray...
Hvernig stendur á því að þetta hefur ekki verið fílað fyrr? Fílunarsaga án Buddy Holly er eins og Nýja testamentið með engum Jésú. En...
Madonna - Music „Popp" er hart orð. Það eru þrjú pé í því og það brotnar á vörum manns. Popp er líka harður business....