Í þessum þætti Fílalags verður fjallað um einhvern bragðmesta og klístrugasta súputening rokksögunnar. Hljómsveitina Doors.
Þar fór saman ljóðasköddun, djassgeggjun ásamt vænum skammti af blús, bæði í tónfræðilegum og sálfræðilegum skilningi.
Ævintýrið – sem hófst innan um bikini-babes á Venice Beach í Los Angeles og endaði í baðkari í Marais-hverfi Parísar – var tónlistar- og hugmyndaleg þeysireið.
Í þættinum verður tæpt á því helsta. Leðurbuxunum, barokk-börtunum og messíasar-smurningunni.
Hlustið og fræðist, hlýðið á, fílið.
Farið frá. Hún er komin. Það eru læti. Það er stemning. Við erum að tala um Joan Jett og svörtu hjörtun hennar. Af hverju...
Hvað gera Bandaríkjamenn ef að bíll selst vel? Þeir framleiða meira af honum? Hvað þýðir að framleiða meira af honum? Framleiða fleiri eintök en...
The Kinks – The Village Green Preservation Society Fílalag kafar djúpt ofan í glatkistuna að þessu sinni og grefur upp eina frumfílun frá júní...