Basket Case – Besti gírkassinn í bransanum

November 24, 2017 00:58:19
Basket Case – Besti gírkassinn í bransanum
Fílalag
Basket Case – Besti gírkassinn í bransanum

Nov 24 2017 | 00:58:19

/

Show Notes

Bandaríkjamenn eru gíruð þjóð. Ameríka er heimsálfan sem sýgur til sín alla hugmyndastefnur veraldarinnar og bestar þær. Frakkar fundu upp bílinn en Ameríkanar fundu upp krómaða stuðara og sjálfsskiptingu.

Pönkið var líka seint að berast til Ameríku (ef frá er talið frumpönk og bílskúrsrokk). Það barst með new wave skipunum til Bandaríkjanna, rétt eins og Íslands, og menn voru mikið að pönkast í áttunni, sérstaklega í Kaliforníu. En þá var einmitt hljómsveitin Green Day stofnuð í Berkeley, úthverfi San Francisco, árið 1986.

Og Green Day var pönkhljómsveit. Þetta voru límsniffandi, kynferðislega margræðnir ræflarokkarar inn að beini. En 1994 dró til tíðinda, þegar þeirra þriðja plata, Dookie, kom út hjá risa plötufyrirtæki. Var þá eitthvað pönk eftir í þeim?

Svarið er: nei. Pönk-frumkrafturinn var kannski farinn, en gírkassinn var þarna ennþá. Green Day eru með einn rosalegasta gírkassa í sögu rokksins. Fáar hljómsveitir geta svissað kraftinn jafn hratt upp. Green Day eru algjört Ready, Steady, Lars, dæmi: gíraðir eins og danskur graðnagli á karókí-bar.

Green Day er mulningsvél. Þetta eru Duracell-kanínu-ríðandi, dóp-étandi, Kaliforníu-álfar – sem geta mulið bæði stórfyrirtækja-gigg jafnt sem sveitta klúbba. Þetta eru rokkskaddaðir Kerrang! alternative veðhlaupahundar. Og það borgar sig aldrei að setja peninga á mótherjann. Kaninn mylur allt. Green Day mylur allt.

Hér er það, í allri sinni dýrð: Basket Case – stofnanamaturinn. Þjóðsöngur ofsóknarbrjálaða níu-fokkersins. Hass, lím og samræmd próf.

Other Episodes

Episode 0

March 12, 2021 00:59:03
Episode Cover

We are Young - Fómó-framleiðsla

Fun. - We Are Young Það er þversagnarkenndur vöndull undir nálinni. Poppsmellur sem fór í fyrsta sæti ameríska vinsældalistans, peppandi, ærandi og neysluhvetjandi Super-Bowl-auglýsinga...

Listen

Episode

March 01, 2014 01:17:14
Episode Cover

Racing In The Streets

Nú eru mikil tímamót framundan hjá Fílalag því á föstudag, 25. nóvember, mun 100. þáttur þeirra Snorra Helgasonar og Bergs Ebba fara í loftið....

Listen

Episode

October 11, 2024 01:39:53
Episode Cover

No Woman, No Cry - Skráargat gullna hliðsins

Bob Marley - No Woman, No Cry Samruni tónlistar og trúar, akursins og borgarinnar, gamla tímans og nýja. Skurðpunkturinn, meitluð sneiðmyndin, hin ljóslifandi rispa...

Listen