Himinn og jörð (Live á Húrra) – Himinn og jörð að veði

December 01, 2017 00:50:49
Himinn og jörð (Live á Húrra) – Himinn og jörð að veði
Fílalag
Himinn og jörð (Live á Húrra) – Himinn og jörð að veði

Dec 01 2017 | 00:50:49

/

Show Notes

Fílahjörðin kom saman á Húrra fyrir tveimur dögum síðan og hlýddi á lifandi flutning Fílalags. Eins og alltaf þegar um lifandi viðburð er að ræða, er valinn risastór og kremfylltur fíll, til fílunar.

Fyrir valinu varð eitt allra stærsta lag Íslandssögunnar. Lag sem Íslendingar hafa maukfílað í þrjá og hálfan áratug, inn í bílum, upp á þökum, oná dívönum, bakvið skúra og víðar og víðar. Lag sem með sjálfu heiti sínu spannar meira svæði en flestir listamenn geta látið sig dreyma um að gera með öllu ævistarfi sínu: Himinn og jörð.

Til umfjöllunar eru tveir galdramenn íslenskrar poppsögu: Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson – auk gullinsniðs rokk-kúltúrsins, Þorsteinn Eggertsson. Gunna og Bó þarf náttúrulega ekkert að kynna, en Fílalagsmenn reyndu að nálgast þessa stóru hólka með því að kanna áferð þeirra og örk. Hvert stefndu þeir? Hvert stefnum við, þar sem við erum ævinlega föst milli þessarar jarðar og þessa himsins?

Other Episodes

Episode 0

September 03, 2021 01:02:43
Episode Cover

Over & Over - Sans Serif

Hot Chip - Over and Over Það er komið að tilgangslausu trúttilúllus skaðræði í formi duracell airwaves hjakks. Nú skal djammað fast og post...

Listen

Episode

May 27, 2016 00:41:58
Episode Cover

Angie í Brussel ’73 – Besti flutningur allra tíma

Úr gullkistu alvarpsins – Fílalag – Angie í Brussels Snorri og Ebbi hafa verið á ferðalagi og náðu ekki að taka upp þátt í...

Listen

Episode

June 14, 2019 01:08:31
Episode Cover

Stop! In The Name Of Love – Stopp! Stöðvaðu!

The Supremes – Stop! In The Name of Love Hættu öllu sem þú ert að gera. Hættu að hugsa það sem þú varst að...

Listen