Quit Playing Games (With my Heart) - Tárin, árin, sárin

May 03, 2024 01:07:27
Quit Playing Games (With my Heart) - Tárin, árin, sárin
Fílalag
Quit Playing Games (With my Heart) - Tárin, árin, sárin

May 03 2024 | 01:07:27

/

Show Notes

Backstreet Boys - Quit Playing Games (With my Heart)

Höfrungasýning í skemmtigarði. Aflitaðir endar. Rigning inni í vöruhúsi. Uppásnúnir gallajakkar. Pýramídasvindlara-umboðsmaður. Vinir að eilífu. Plakötin yfir rúmstokknum. Tárin, árin, sárin.

Skipt í miðju, uppfært andlit, skemmtiferðasigling um veröld sem var, horfnar ástir, skot í myrkri, ölvunarakstur, MTV í Þýskalandi.

Það var hlegið að þeim. Að þessir sleikjó-gaurar skuli kenna sig við skuggasund. Þeir eru ekki alvöru rokk og ról, ekki í alvöru neyslu, ekki í alvöru hasar. Lyfjuð lýtaaðgerðaandlit hlæja best þó síðast hlæi því Backstreet myrkrið er raunverulegt þó allt hafi þetta hafist með höfrungasýningu og kristilegu karisma.

Sandra Barilli kom, sá og fílaði í þessum æðisgengna, þrykkjótta og hlykkjótta þætti um Backstreet Boys.

Other Episodes

Episode 0

September 01, 2017 01:13:06
Episode Cover

Stand By Your Man - Negla frá Nashville

Amerísk country-tónlist nær oftast ekki alþjóðlegri hylli þó að frá því séu mikilvægar undantekningar. Ein þeirra er lagið Stand by Your Man með Tammy...

Listen

Episode

September 28, 2018 01:06:19
Episode Cover

Our House – Afar vel smíðað hús

Þeir voru sperrtir, glenntir og illa tenntir. Crosby, Stills, Nash og Young, með hassmola í vösum átján hundruð grýlna jakka sinna. Þetta var súpergrúbba...

Listen

Episode

January 10, 2025 01:08:18
Episode Cover

Knockin' On Heaven's Door - Þurr steinn grætur

Bob Dylan - Knockin' On Heaven's Door Fyrsti í Dylan-svítu. Fógetinn er við dauðans dyr. Hann grefur byssur sínar. Útlagi í Ástralíu-frakka gengur framhjá...

Listen