Quit Playing Games (With my Heart) - Tárin, árin, sárin

May 03, 2024 01:07:27
Quit Playing Games (With my Heart) - Tárin, árin, sárin
Fílalag
Quit Playing Games (With my Heart) - Tárin, árin, sárin

May 03 2024 | 01:07:27

/

Show Notes

Backstreet Boys - Quit Playing Games (With my Heart)

Höfrungasýning í skemmtigarði. Aflitaðir endar. Rigning inni í vöruhúsi. Uppásnúnir gallajakkar. Pýramídasvindlara-umboðsmaður. Vinir að eilífu. Plakötin yfir rúmstokknum. Tárin, árin, sárin.

Skipt í miðju, uppfært andlit, skemmtiferðasigling um veröld sem var, horfnar ástir, skot í myrkri, ölvunarakstur, MTV í Þýskalandi.

Það var hlegið að þeim. Að þessir sleikjó-gaurar skuli kenna sig við skuggasund. Þeir eru ekki alvöru rokk og ról, ekki í alvöru neyslu, ekki í alvöru hasar. Lyfjuð lýtaaðgerðaandlit hlæja best þó síðast hlæi því Backstreet myrkrið er raunverulegt þó allt hafi þetta hafist með höfrungasýningu og kristilegu karisma.

Sandra Barilli kom, sá og fílaði í þessum æðisgengna, þrykkjótta og hlykkjótta þætti um Backstreet Boys.

Other Episodes

Episode 0

May 29, 2020 00:59:05
Episode Cover

Mellow Yellow - Gamli gulur

Donovan - Yellow Mellow Pottlok á höfði. Graður Skoti horfir til Austursins og sigrar Vestrið. Frasabók sexunnar klár í vasa. Allir slakir, gulir og...

Listen

Episode

June 29, 2018 01:06:38
Episode Cover

Coffee & TV – Alkóríseruð indí-drulla, endastöð, snilldarstöð

Blur voru ein stærsta popphljómsveit níunnar. Damon Albarn var poppskrímsli sem þefaði uppi stemningu og samdi popphittara. Hann elskaði athygli og poppkúltúr. En innan...

Listen

Episode 0

February 05, 2021 00:54:45
Episode Cover

Fourth Rendez-Vous - Til stjarnanna

Jean-Michel Jarre - Quatrième Rendez-vous Belgískur milljónamæringur stígur um borð í einkaþotu. Kona með áhyggjufulla rödd segir frá siðferðislegum álitamálum í tengslum við loðdýrarækt....

Listen