All Along The Watchtower – Verið á varðbergi

June 23, 2017 01:11:51
All Along The Watchtower – Verið á varðbergi
Fílalag
All Along The Watchtower – Verið á varðbergi

Jun 23 2017 | 01:11:51

/

Show Notes

Það er stór fíll í herberginu. All Along the Watchtower er undir nálinni í dag. Bæði Dylan og Hendrix útgáfan. Vúff. Líklega er best að gera öryggisráðstafanir áður en hlustað er á þennan þátt.

Farið í Ellingsen og kaupið björgunarvesti. Kippið líka með 3-400 grömmum af þurrkuðu kjöti og nokkrum brúsum af Gatorade. Þetta verður fílun sem gæti skilið ykkur eftir fljótandi á rúmsjó.

Fílalagsbræður byrja á Dylan. Svo er farið í Hendrix. Þetta er rosaleg dagskrá. Árið er 1968. Víetnam stríðið er í fullum gangi. Tæplega fimmtíu amerískir hermenn eru negldir niður í líkkistur upp á hvern einasta dag þetta ár. Martin Luther King er skotinn. Bobby Kennedy er skotinn. Bítlarnir gefa út Revolution, en fara svo full circle í flótta og gefa líka út Bungalow Bill. Allir eru hræddir. Líka Dylan. Hann fer í lest og blaðar í Jeseja á leiðinni og les sér til um Varðturninn, sjálfan sjónarhólinn!

Meira um það í þætti dagsins. Lexían er: verið hrædd, verið á varðbergi, við sjóndeildarhringinn glittir í tvo reiðmenn, einn á asna, annar á kameldýri. Villiköttur ýlfrar, vindurinn gnauðar.

Other Episodes

Episode

March 11, 2016 00:36:08
Episode Cover

Don’t Speak – Ekki segja neitt. Uss. Uss…

Endurflutt er nú Fílalagsfílun á laginu Don’t Speak með No Doubt. Lagið var fyrst fílað 2014 en er nú sett aftur inn á netið...

Listen

Episode

August 18, 2017 01:20:25
Episode Cover

Jesse – Martröð Elvisar

Fílalag kafar djúpt í dag. Það er alvöru listahátíðar-kröns í boði. Lagið Jesse með Scott Walker er uppgjör við ellefta september. En Jesse er...

Listen

Episode

January 06, 2017 01:09:03
Episode Cover

Fast Car – Bless, bless krummaskuð

Aldrei gleyma því hvað Bandaríkin eru stór. Þetta eru 324 milljón manneskjur. Það er svakalegt. Svo er þetta tæpir tíu milljón ferkílómetra. Rosalegt flæmi....

Listen