All Along The Watchtower – Verið á varðbergi

June 23, 2017 01:11:51
All Along The Watchtower – Verið á varðbergi
Fílalag
All Along The Watchtower – Verið á varðbergi

Jun 23 2017 | 01:11:51

/

Show Notes

Það er stór fíll í herberginu. All Along the Watchtower er undir nálinni í dag. Bæði Dylan og Hendrix útgáfan. Vúff. Líklega er best að gera öryggisráðstafanir áður en hlustað er á þennan þátt.

Farið í Ellingsen og kaupið björgunarvesti. Kippið líka með 3-400 grömmum af þurrkuðu kjöti og nokkrum brúsum af Gatorade. Þetta verður fílun sem gæti skilið ykkur eftir fljótandi á rúmsjó.

Fílalagsbræður byrja á Dylan. Svo er farið í Hendrix. Þetta er rosaleg dagskrá. Árið er 1968. Víetnam stríðið er í fullum gangi. Tæplega fimmtíu amerískir hermenn eru negldir niður í líkkistur upp á hvern einasta dag þetta ár. Martin Luther King er skotinn. Bobby Kennedy er skotinn. Bítlarnir gefa út Revolution, en fara svo full circle í flótta og gefa líka út Bungalow Bill. Allir eru hræddir. Líka Dylan. Hann fer í lest og blaðar í Jeseja á leiðinni og les sér til um Varðturninn, sjálfan sjónarhólinn!

Meira um það í þætti dagsins. Lexían er: verið hrædd, verið á varðbergi, við sjóndeildarhringinn glittir í tvo reiðmenn, einn á asna, annar á kameldýri. Villiköttur ýlfrar, vindurinn gnauðar.

Other Episodes

Episode

April 26, 2017 00:35:43
Episode Cover

Where Do You Go To My Lovely? – Harmonikka, fókus, negla

Fílalag er í fríi fram í miðjan maí en er með fólk í vinnu sem gramsar í gullkistunni og dregur fram mikilvæga fílun frá...

Listen

Episode

July 26, 2024 01:06:34
Episode Cover

Álfareiðin - Hátindurinn

Álfareiðin - Björgvin Halldórsson, Gunni Þórðar, Sjonne og Hænir Sveif snúið. Stimplar hamrast niður í þéttum takti. Allir mælar rjúka upp, vísar þeirra titra...

Listen

Episode

December 23, 2016 01:02:33
Episode Cover

Last Christmas – Útvarp Reykjavík. Útvarp Reykjavík. Það eru jól. Það er stemning.

Það er Þorláksmessa kæru vinir og Fílalag er stemningsþáttur eins og allir hlustendur vita. Þess vegna kemur ekkert annað til greina en að taka...

Listen