Annie’s Song – Sumarbúðir, reipist gler, myrkur tærleikans

May 25, 2018 00:58:52
Annie’s Song – Sumarbúðir, reipist gler, myrkur tærleikans
Fílalag
Annie’s Song – Sumarbúðir, reipist gler, myrkur tærleikans

May 25 2018 | 00:58:52

/

Show Notes

Ýmislegt má veiða upp úr sjöunni, enda er hún djúp og gárug eins og seiðpottur frumskaparans. Í dag er ausan að vísu ekki látin síga niður á botn heldur er froðan úr efsta lagi veidd ofan í skál og krufin til hlítar af munnkirtlum fílunar. Og að sjálfsögðu kemur þá í ljós að jafnvel froða sjöunnar er djúp og viðamikil og í sífelldri togstreitu milli Júpiters og Appolós, eins og Minnesota-skáldið kvað.
En í dag er Colorado skáldið til umfjöllunar. Barnslegt og einfalt á yfirborðinu, en undir niðri kraumar keðjusagargeðveiki og þrá eftir viðurkenningu. Það er John Denver sem er undir fílunarnálinni og við sögu kemur mennóníta uppruninn, flugstöðvarsamsærin og allt hið stóra og mikla sem listin hefur upp á að bjóða.
John Denver var tær – og sjaldan jafn tær og í laginu til Önnu. En tærar fjallalindir eru ekki aðeins tærar, heldur eðli málsins samkvæmt einnig myrkar. Þau haldast ávallt í hendur, systkinin, tærleikinn og dimman.
Hlustið, fílið.

Other Episodes

Episode

October 21, 2016 01:00:09
Episode Cover

Freedom – Frelsun

Fílalag tekur í dag til umfjöllunar lag sem má ekki gleymast. Það er frá þeim tíma þegar fólk gekk um í leðurjökkum yfir gallajakka,...

Listen

Episode

November 18, 2016 01:20:55
Episode Cover

Widerstehe doch der Sünde (Gestófíll: Halla Oddný) – Bachaðu þig í drasl

Hvað vitið þið um Jóhann Sebastian Bach? Líklega slatta. En hafið þið fílað hann eins og hann á skilið? Kannski. Það verður allavega gert...

Listen

Episode 0

July 17, 2020 00:54:45
Episode Cover

Roar - Kona öskrar

Katy Perry - Roar Úr valdamesta landinu, farsælasta ríkinu, undan menningarheimi útbreiddustu trúarbragðanna, með öguðustu aðferðafræðinni, stendur hún á alstærsta sviðinu. Og öskrar! Katy...

Listen