Fíliði metal? Það er ekki ólíklegt því þungarokk er ein söluhæsta tónlistarstefna sögunnar. En í öllum þáttum Fílalags (sem eru orðnir 101 talsins) hefur þungarokk aldrei verið tekið fyrir. Fyrr en nú!
Og auðvitað er gengið faglega í málið. Til umfjöllunar í Fílalag í dag er sjálf Auðhumla metalsins. Þungarokk er löngu orðin að heilu heimshafi en allt rann þetta upprunalega úr júgrum beljunnar frá Birmingham. Við erum að sjálfsögðu að tala um Black Sabbath. Hvaða lag verður tekið fyrir? Jú að sjálfsögðu Sweet Leaf.
Hér er farið yfir þetta allt. Vélvæðinguna, afmennskuna en fyrst og fremst frelsunina. Svo vitnað sé í orð Arnars Eggerts Thoroddsen tónlistarspekings: „Nú verður sagður metall“.
Bob Dylan - Love Minus Zero / No Limit Lagið sem er til umfjöllunar í dag er svo epískt að greinin um fílunina verður...
Þeir voru sperrtir, glenntir og illa tenntir. Crosby, Stills, Nash og Young, með hassmola í vösum átján hundruð grýlna jakka sinna. Þetta var súpergrúbba...
Happy Mondays - Kinky Afro Brútalismi. Gráir veggir. Steinsteypa. Rigning. Vond hárgreiðsla. Bryðjandi kjálkar. Vond nærvera. Sveittar nasir. Engin markmið. Engar vonir. Engin reisn....