Fíliði metal? Það er ekki ólíklegt því þungarokk er ein söluhæsta tónlistarstefna sögunnar. En í öllum þáttum Fílalags (sem eru orðnir 101 talsins) hefur þungarokk aldrei verið tekið fyrir. Fyrr en nú!
Og auðvitað er gengið faglega í málið. Til umfjöllunar í Fílalag í dag er sjálf Auðhumla metalsins. Þungarokk er löngu orðin að heilu heimshafi en allt rann þetta upprunalega úr júgrum beljunnar frá Birmingham. Við erum að sjálfsögðu að tala um Black Sabbath. Hvaða lag verður tekið fyrir? Jú að sjálfsögðu Sweet Leaf.
Hér er farið yfir þetta allt. Vélvæðinguna, afmennskuna en fyrst og fremst frelsunina. Svo vitnað sé í orð Arnars Eggerts Thoroddsen tónlistarspekings: „Nú verður sagður metall“.
Bruce Springsteen - Born in the U.S.A. Levis 501. Nestisbox úr stáli. M16 hríðskotariffill. Eldar loga. Miskunnsami samverjinn kveikir sér í sígarettu og askar...
Takið fram glowstick vörur. Litið líkama ykkar í neonlitum. Setjið á ykkur ljótan veiðihatt. Klæðist peysu. Hringið í versta fólk sem þið þekkið. Takið...
Ekkert er jafn síkópatískt, en að sama skapi gaman, eins og að leggja vandlega á borð fyrir sjálfan sig. Bjóða sjálfum sér í mat....