Það er Þorláksmessa kæru vinir og Fílalag er stemningsþáttur eins og allir hlustendur vita. Þess vegna kemur ekkert annað til greina en að taka fyrir jólalag í dag.
Nú verður það fílað í allri sinni dýrð. Last Christmas með Wham!
Auðvitað kom ekkert annað til greina.
Last Christmas er eins og sjálfur jólasnjórinn. Maður þarf mikið af því. Hver hlustun er eins og eitt snjókorn, og það þarf mörg snjókorn til að láta jólin koma. Af þessu leiðir að það má ekki hringja inn jólunum fyrr en maður er búinn að hlusta á Last Christmas að minnsta kosti 400 þúsund sinnum á aðventunni, sem er einmitt talin meðalhlustun Íslendinga á laginu.
Last Christmas er allstaðar. Það er í Hagkaup. Það er á Léttbylgjunni. Það er á barnum. Í ræktinni. Það er frábært. Það er æðislegt og poppað og það faðmar mann með stöðugum popphljómi sínum.
Það snjóar í Last Christmas. Það snjóar peningum. Það snjóar kókaíni. Það snjóar frægð. Þetta er 80s eins og það verður best. Þegar það var bíókvöld hjá öllum íbúum heimsins og poppað oní liðið eins og enginn væri morgundagurinn.
Gríski bossinn. Hvítu tennurnar. Sturlunin. Hlýjan. Fegurðin. Jólin. Jólin. Peysurnar. Jólin. Skíðalyftan. Hlýjan. Mistilteinskossinn. Jólin. Jólin. Jólin.
The Pogues – Fairytale of New York Löngu áður en Jésú kristur ákvað að heiðra jarðarbúa með nærveru sinni var fólk byrjað að dýrka...
Takið fram glowstick vörur. Litið líkama ykkar í neonlitum. Setjið á ykkur ljótan veiðihatt. Klæðist peysu. Hringið í versta fólk sem þið þekkið. Takið...
Fílahjörðin kom saman á Húrra fyrir tveimur dögum síðan og hlýddi á lifandi flutning Fílalags. Eins og alltaf þegar um lifandi viðburð er að...