„Hey Matt“
„Já, Tim“
„Hefurðu talaði við Marc nýlega?“
„Ööö, nei, ég hef eiginlega ekki talað við hann, en hann virkar soldið ööö leiður“
„Hahaha. Hann virkar soldið ööö leiður“
„Jæja, kannski ættum við að gleðja hann.“
„Hvað stingur þú upp á að við gerum?“
„Ja, finnst honum smjörbökur góðar?“
Þannig hefst guðspjallið. Fyrsta bók Bróse. Hér fer í loftið kanadíski draumurinn. Sólskin, hassfliss, tímalaust kúabjölludill. Engin ábyrgð. Engin fortíð. Bara djúpt skúffuköku fílgúdd. Mjúkir sófar. Þægilegir kjallarar. Boy meets girl, partýhjal. Næsheit.
Garðslöngur, hot-pants, sextán klukkustunda garðpartí, grill, tjill, frisbí og allt gjörsamlega sizzling. Ef ameríski draumurinn er heit eplabaka og M16 hríðskotariffill þá er sá kanadíski hlynsíróps-smjörbaka og bergmál lagsins sem er fílað í dag. Steal My Sunshine. Eitt það allra stærsta á himnafestingunni.
Njótið og verið góð. Fílið.
Shocking Blue - Venus Hollenskur nefapi sveiflar sér á grein. Starfsmaður Philips bókar sig á tveggja stjörnu hótel við hlið Paddington stöðvarinnar í London....
The Smashing Pumpkins - 1979 Lífið er endalaust. Fyndinn 16 ára gaur djögglar snakkpokum inn í flúorljósum 10-11, tvær stelpur hlæja en meira að...
Klæðið ykkur í vönduð ullarjakkaföt frá Brinchsler & Söhne. Skiptið um koparþræði AKG heyrnartólanna. Setjist í fagurgerðan móderniskan stól úr þýsku geitarleðri. Í dag...