The Beta Band - Dry the Rain
Þunglyndisfílgúddið verður ekki tærara en þetta. Hér er hann mættur í Pringles-mylsnaða sófann þinn: Indígírkassinn mikli sem hrært hefur í þunnum keltum í tvo áratugi. Dry the Rain með Beta Band er þéttofinn refill. Í ísskápnum eru 28 síðir Amstel, sígarettuaskan fellur ofan á pínulitlar bjórvambir, græjurnar óma í hárri trúfestu.
Intel Pentium. Kattamatur. Futsal.
Nú leggjumst við öll á bæn í súldinni og dásömum lágt sjálfsmat. Með ertingu í húð göngum við inn í hofið og stingum okkur til sunds.
Modjo - Lady (Hear Me Tonight) Freknuklasi á andliti fyrirsætu. Endalaus hlátur, endalaus harmur. Fingur móta blautan leir. Ilmur blóma. Hringtorg, fjallaþorp. Himininn er...
Donovan - Yellow Mellow Pottlok á höfði. Graður Skoti horfir til Austursins og sigrar Vestrið. Frasabók sexunnar klár í vasa. Allir slakir, gulir og...
Það fór fram hópfílun þegar Fílahjörðin mætti við drykkjarstöðvar sínar og stakk sér á bólakaf í tilfinninga-uppnáms-stomperinn I Put a Spell on You. Var...