Allir þekkja 99 Luftballons. Það er eitt frægasta 80s lagið. Fílgúdd með synthum og allir glaðir. Og lagið er kannski fyrst og fremst um gleði, æsku og fjör.
En blaðran er blásin stærra en það. Lagið er líka um kalda stríðið, tortímingu, völd, græðgi, kommúnisma en reyndar fyrst og síðast um ástina.
Gasblöðrurnar 99 eru merkingafræðileg lagkaga, snilldarlega bökuð með blöndu af new-wave og poppi, borin fram af Nenu, mest sjarmerandi rock píu 9. áratugarins og þótt víðar væri kembt.
Hlustið, greinið, fílið.
Það er komið að því. Fjólubláa fönkmaskínan er undir fóninum. Sex-naggurinn. Meiri brennsa. Minni sóda. This is it. Prince Rogers Nelson. En ekki bara...
Fílalag endurflytur nú þátt sinn frá 2014 um lagið „The Bad Touch“ með Bloodhound Gang. Hér er allt gert rangt tónlistarlega. Bandarískt frat-boy band...
Fyrsta plata Spice Girls hét Spice og hún var nákvæmlega það: krydd. Og ekkert venjulegt krydd heldur napalm-karrí-lyftiduft. Kryddpíurnar sprengdu upp veröldina, og eins...