Allir þekkja 99 Luftballons. Það er eitt frægasta 80s lagið. Fílgúdd með synthum og allir glaðir. Og lagið er kannski fyrst og fremst um gleði, æsku og fjör.
En blaðran er blásin stærra en það. Lagið er líka um kalda stríðið, tortímingu, völd, græðgi, kommúnisma en reyndar fyrst og síðast um ástina.
Gasblöðrurnar 99 eru merkingafræðileg lagkaga, snilldarlega bökuð með blöndu af new-wave og poppi, borin fram af Nenu, mest sjarmerandi rock píu 9. áratugarins og þótt víðar væri kembt.
Hlustið, greinið, fílið.
John Hartford og ýmsir - Gentle on My Mind Setjið á ykkur svunturnar. Á hlaðborðinu eru Glen Campbell, Aretha Franklin, Frank Sinatra, Elvis Presley...
Paul Simon var týndur í áttunni. Hann ráfaði um götur New York í stórum blazer-jakka og hugsaði um sína aumu tilvist. Jú, vissulega naut...
Skellum okkur til ársins 1965. Unglingarnir keyrðu um á stórum bensíndrekum. Kalifornía var troðin af bjartsýnu fólki. Allir með sólgleraugu og góðar tennur. Þetta...