You can call me Al – Týndur miðaldra maður finnur sig

March 02, 2018 01:21:29
You can call me Al – Týndur miðaldra maður finnur sig
Fílalag
You can call me Al – Týndur miðaldra maður finnur sig

Mar 02 2018 | 01:21:29

/

Show Notes

Paul Simon var týndur í áttunni. Hann ráfaði um götur New York í stórum blazer-jakka og hugsaði um sína aumu tilvist. Jú, vissulega naut hann enn lýðhylli. Auðvitað gat hann snarfyllt Central Park með Garfunkelinu ef hann vildi. En skipti þjóðlagasósan hans einhverju máli? Var ekki öllum sama hvað hann var að bralla?
Simon fann að eitthvað syndaflóð var að skella á. Hann leið í gegnum lúxusíbúð sína á Manhattan eins og Nói að smala dýrum í örkina. Skeggvöxtur hans var biblískur. Simon rakaði sig nokkrum sinnum á dag á þessum tíma. Og í eitt skiptið, eftir rosalegan áttu-rakstur, leit hann á sjálfan sig í speglinum og hgusaði: ég verð að fara til Afríku.
Og Simon fór til Afríku. Og eins og hans er von og vísa gerði hann hlutina eins og athugull rannsakandi. Hann drakk í sig afríska músík en gætti þess að stela henni ekki. Hann vann með rétta fólkinu, fékk réttu leyfin, og sinnti rannsóknarvinnu sinni eins og agaður fræðimaður; auðmjúkur þjónn tónlistargyðjunnar.
Niðurstaðan var Graceland – ein af hans allra stærstu plötum og líklega eitt stærsta comeback tónlistarsögunnar. Og stærsta lagið: You Can Call Me Al.
Undirbúningurinn var langur og strangur. Afraksturinn er gúmmelað. Hlustið og njótið.

Other Episodes

Episode 0

February 26, 2021 01:28:57
Episode Cover

Útrásin í myrkrinu - Smells Like Teen Spirit

Gestófíll: Ilmur Kristjánsdóttir Þeir frelsuðu unglinga á Vesturströnd Bandaríkjanna, þeir frelsuðu unglinga í Bangkok á Tælandi. Þeir frelsuðu unglinga í Austurbæ Reykjavíkur. Nirvana kom...

Listen

Episode

July 12, 2024 01:11:49
Episode Cover

Windmills of Your Mind - Hola hugmyndanna

Dusty Springfield - Windmills of Your Mind Langa-langa-langamma spinnur garn á spólu, hring eftir hring, ull sem hefur krullast og ullast í víraðan spíral...

Listen

Episode

July 01, 2016 00:59:51
Episode Cover

Riders On The Storm – Baðkarið – Blessunin – Smurningin

Í þessum þætti Fílalags verður fjallað um einhvern bragðmesta og klístrugasta súputening rokksögunnar. Hljómsveitina Doors. Þar fór saman ljóðasköddun, djassgeggjun ásamt vænum skammti af...

Listen