I Got You Babe – LA beibs og draumur innflytjandans

March 10, 2017 01:00:19
I Got You Babe – LA beibs og draumur innflytjandans
Fílalag
I Got You Babe – LA beibs og draumur innflytjandans

Mar 10 2017 | 01:00:19

/

Show Notes

Skellum okkur til ársins 1965. Unglingarnir keyrðu um á stórum bensíndrekum. Kalifornía var troðin af bjartsýnu fólki. Allir með sólgleraugu og góðar tennur.

Þetta er tíminn þegar allir voru beibs, konur og karlar, og það eina sem maður þurfti var beib sér við hlið.

Sonny Bono er ameríski draumurinn. Sonur bláfátækra ítalskra innflytjenda sem fluttust til Kaliforníu. Þar kynntist hann Phil Spector, sólskininu og giftist að lokum Cher, sem var hið eina sanna LA beib. Þau áttu hvort annað. Veröldin var ljúf.

Seinna fór þetta allt í vaskinn. En í nokkrar frábærar vikur árið 1965 þá var þetta vinsælasta lag í heimi, sólin skein og allt var gott.

Other Episodes

Episode

August 23, 2019 00:51:29
Episode Cover

Some Velvet Morning – Poseidon og leðurstígvélakvendið

Nú er það áferð. Lagið sem fílað er í dag hefur sömu áferð og ef feldur af jarðíkorna væri tekinn, honum dýft ofan í...

Listen

Episode

August 17, 2018 00:51:09
Episode Cover

Parklife – Chav-tjallismi

Þeim langaði að fanga breska hversdagsstemningu. og þeim tókst það. Blur hlóð í væna wagner-í-eldspýtustokk-exístensíalíska-popp-sápu-óperu, sem þó aldrei rís, heldur kraumar allan tímann eins...

Listen

Episode 0

April 16, 2021 01:08:06
Episode Cover

Come on Eileen - Keltnesk krossfesting

Dexys Midnight Runners - Come on Eileen Fyrir þau ykkar sem hafið gengið slyddublaut inn í blokkarstigagang. Fyrir þau ykkar sem hafið stigið inn...

Listen