Hann var ljóðskáld, hann var myndlistarmaður og hann var einn af fremstu lagahöfundum Íslands.
Jóhann G. Jóhannsson er til umfjöllunar í þessum nýjasta þætti Fílalags og hvað annað verður tekið fyrir en 1973 neglan „Don’t Try To Fool Me“.Við erum ekki að reyna að djóka í ykkur.
Lagið er svo stórt að það er eiginlega ótrúlegt að það sé ekki miklu frægara en það er í raun: hvernig getur það verið að þetta lag sé ekki heimsfrægt?
Hvað vitum við svo sem? Kannski er Frank Sinatra að raula „Don’t Try To Fool Me“ í þessum töluðu orðum í popphimnum. Elvis smyr sé samloku. Jói G. málar mynd af því.
Ekki reyna að djóka í sjálfum ykkur. Hlustið. Fílið.
Árið er 1965 og við erum stödd í Texas. Ímyndið ykkur partí sem farið hefur úr böndunum. Blindfullir tvítugir hálfvitar ráfa um amerískt úthverfahús....
Það fór fram hópfílun þegar Fílahjörðin mætti við drykkjarstöðvar sínar og stakk sér á bólakaf í tilfinninga-uppnáms-stomperinn I Put a Spell on You. Var...
Fílahjörðin kom saman á Húrra fyrir tveimur dögum síðan og hlýddi á lifandi flutning Fílalags. Eins og alltaf þegar um lifandi viðburð er að...