Það er stóri hvellur. Kinks fílaðir í annað sinn. Og nú er það risinn. Sjálfur Homo Erectus. You Really Got Me. Sperrtasta lag allra tíma.
Þó að Chuck Berry hafi ræst frumhreyfilinn árið 1955 þá var ekki almennilega búið að stíga á bensíngjöfina fyrr en Kinks mæta með You Really Got Me.
You Really Got Me er klessukeyrsla sem drunar áfram í taugaveiklunar-tyggjó-takti. Lagið er blóðrautt frumöskur úr svarthvítum heimi.
Bara hlustið og fílið og deyið!
Jean-Michel Jarre - Quatrième Rendez-vous Belgískur milljónamæringur stígur um borð í einkaþotu. Kona með áhyggjufulla rödd segir frá siðferðislegum álitamálum í tengslum við loðdýrarækt....
Fílalag höndlar afar þungan hníf í þætti dagsins. „Try a Little Tenderness“ er einn helsti soul-slagari allra tíma, var meðal annars einkennislag kvikmyndarinnar The...
Hvað gera Bandaríkjamenn ef að bíll selst vel? Þeir framleiða meira af honum? Hvað þýðir að framleiða meira af honum? Framleiða fleiri eintök en...