Too Much Monkey Bussiness – „John Lennon var með berjasósuna á heilanum“

April 17, 2015 00:38:48
Too Much Monkey Bussiness – „John Lennon var með berjasósuna á heilanum“
Fílalag
Too Much Monkey Bussiness – „John Lennon var með berjasósuna á heilanum“

Apr 17 2015 | 00:38:48

/

Show Notes

„Við erum að fíla „Too Much Monkey Business“ hérna. Þarna er þetta að hefjast. Holden Caulfield er búinn að marinerast í nokkur ár þarna og Rebel Without a Cause með James Dean er ennþá heit í kvikmyndasýningavélunum. Það þurfti bara smá push til að klára málið og Chuck Berry sá um það,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem fjallað er um eitt frægasta lag Chuck Berry.

„Chuck Berry er frumhreyfillinn. Aristóteles var byrjaður að tala um þetta c.a. 350 fyrir Krist. Það þarf engan Stephen Hawking með róbótarödd til að útskýra þetta. Þetta er bara eitthvað afl sem kemur öllu af stað og á undan því var ekkert. Punktur og pizzasósa,“ bætir Snorri við og útskýrir að Chuck Berry sé prótótýpa allra rokkstjarna sem komu eftir hans dag: hégómafullur sósíópat með brengluð kynferðisviðhorf.

Chuck Berry skóp þá sem eftir komu. John Lennon var með berjasósuna á heilanum alla sína tíð. Bítlarnir koveruðu samtals níu Chuck Berry lög á upptökum sem gerir hann að andlagskonungi bítlakoverunar (Carl Perkins er með sex). Það þarf ekkert að segja meira. Ef þið fílið ekki Chuck Berry þurfið þið að fara í uppskurð ahh.

Other Episodes

Episode

May 09, 2018 00:41:41
Episode Cover

Oh, Pretty Woman – Rjómafyllt kirsuber vafið inn í slaufu

(Úr glatkistu Fílalags. Þátturinn fór upprunalega í loftið 14. ágúst 2014) Myndir af innhverfa óperettu-sólgleraugna kúrekanum Roy Orbison eru tattúveraðar á margar rasskinnar víðsvegar...

Listen

Episode

February 19, 2016 00:45:16
Episode Cover

Time Of The Season (LIVE á Húrra) – Sexí nördar

The Zombies voru enskir gleraugnanördar í rúllukragabolum. Sem betur fer voru þeir uppi in the 60s þannig að það var kúl að vera nölli...

Listen

Episode 0

January 31, 2025 01:03:10
Episode Cover

Make You Feel My Love - Knúið af kúlusúkk

Bob Dylan – Make You Feel My Love Það er erfitt að skilja Dylan. Djúpur? Já. Nóbelsverðlaunahafi? Já. En samt er hann líka bílastæða-maður....

Listen