Það besta við rokktónlist er að á góðum degi er hún skurðarflötur alls sem er í gangi í þjóðfélögum. Í músíkinni má heyra raddirnar af götunni en líka skynja stóru drættina.
Í kringum 1980 stóð Bretland á krossgötum. Það hafði ríkt efnahagsleg stöðnun og íbúar ríkisins voru pirraðir. Það var enn pirringur vegna Síðari heimstyrjaldarinnar, en Bretar unnu jú það stríð, en samt var Vestur-Þjóðverjum að ganga miklu betur efnahagslega.
Þegar Margaret Thatcher komst til valda 1979 var keyrt á mikla uppstokkun í bresku efnhagslífi. Leið frjálshyggjunnar var farin. Ríkisfyrirtæki, jafnvel almenningssamgöngur, voru einkavædd og leiddi það til þess að störf færðust til eða voru lögð niður. Heilu samfélögin voru lögð í rúst.
Eitt þeirra var Coventry, sem hafði jafnframt aldrei náð sér almennilega að fullu eftir sprengjuárásir Þjóðverja í styrjöldinni. Fólk í Coventry hafði varla séð til sólar í gegnum kolamökkinn í marga áratugi.
Við myndum líklega ekki einu sinni vita neitt um borgina Coventry ef ekki væri fyrir tiltölulega slæmt fótboltalið annarsvegar og ska-hljómsveitina The Specials hins vegar sem átti einmitt sinn ferskasta sprett í kringum 1980.
Í laginu sem fílað er í dag, Ghost Town, fáum við þetta ástand beint í æð. Við heyrum raddirnar úr draugabæjunum sem voru óðum að myndast eftir valdatöku Thatchers. Við heyrum ólguna í gegnum karabíska ska-taktinn og druggy sönginn. Bretland er, þrátt fyrir allt, eitt mest spennandi land í heimi. Engin pólitík getur breytt því – því þrátt fyrir hræðileg stjórnmál þá rís alltaf einhver spólgraður popplistamaður upp og gólar um ástandið fyrir allan heiminn. Það gerðist allavega hér. Tékk it!
Klæðið ykkur í vönduð ullarjakkaföt frá Brinchsler & Söhne. Skiptið um koparþræði AKG heyrnartólanna. Setjist í fagurgerðan móderniskan stól úr þýsku geitarleðri. Í dag...
My Bloody Valentine - Only Shallow Ímyndið ykkur ef að innan í jörðinni sjálfri væri stórt tómarúm. Það væri hægt að taka lyftu niður...
Það er rokk í þessu, það er diskó í þessu, það er dramatík sem hæfir óperu en samt er þetta látlaust og smurt. Svona...