Það besta við rokktónlist er að á góðum degi er hún skurðarflötur alls sem er í gangi í þjóðfélögum. Í músíkinni má heyra raddirnar af götunni en líka skynja stóru drættina.
Í kringum 1980 stóð Bretland á krossgötum. Það hafði ríkt efnahagsleg stöðnun og íbúar ríkisins voru pirraðir. Það var enn pirringur vegna Síðari heimstyrjaldarinnar, en Bretar unnu jú það stríð, en samt var Vestur-Þjóðverjum að ganga miklu betur efnahagslega.
Þegar Margaret Thatcher komst til valda 1979 var keyrt á mikla uppstokkun í bresku efnhagslífi. Leið frjálshyggjunnar var farin. Ríkisfyrirtæki, jafnvel almenningssamgöngur, voru einkavædd og leiddi það til þess að störf færðust til eða voru lögð niður. Heilu samfélögin voru lögð í rúst.
Eitt þeirra var Coventry, sem hafði jafnframt aldrei náð sér almennilega að fullu eftir sprengjuárásir Þjóðverja í styrjöldinni. Fólk í Coventry hafði varla séð til sólar í gegnum kolamökkinn í marga áratugi.
Við myndum líklega ekki einu sinni vita neitt um borgina Coventry ef ekki væri fyrir tiltölulega slæmt fótboltalið annarsvegar og ska-hljómsveitina The Specials hins vegar sem átti einmitt sinn ferskasta sprett í kringum 1980.
Í laginu sem fílað er í dag, Ghost Town, fáum við þetta ástand beint í æð. Við heyrum raddirnar úr draugabæjunum sem voru óðum að myndast eftir valdatöku Thatchers. Við heyrum ólguna í gegnum karabíska ska-taktinn og druggy sönginn. Bretland er, þrátt fyrir allt, eitt mest spennandi land í heimi. Engin pólitík getur breytt því – því þrátt fyrir hræðileg stjórnmál þá rís alltaf einhver spólgraður popplistamaður upp og gólar um ástandið fyrir allan heiminn. Það gerðist allavega hér. Tékk it!
Avril Lavigne - Sk8er Boi Opnaðu ferska dós af tennisboltum (já, tennisboltar eru seldir í dósum og þær opnast með flipa eins og gosdósir...
Dean Martin – That’s Amore Hann er mættur. Húðin glansar eins og Miðjarðarhafið á sumareftirmiðdegi, tennurnar skína eins og ítölsku alparnir. Hann er fullur,...
Coldplay – Fix YouRétt eins og stýrikerfið á tölvunni þinni er með „settings” eða „preferences”, þá hefur hinn hlutlægi heimur einnig stillingar. Og í...