Það besta við rokktónlist er að á góðum degi er hún skurðarflötur alls sem er í gangi í þjóðfélögum. Í músíkinni má heyra raddirnar af götunni en líka skynja stóru drættina.
Í kringum 1980 stóð Bretland á krossgötum. Það hafði ríkt efnahagsleg stöðnun og íbúar ríkisins voru pirraðir. Það var enn pirringur vegna Síðari heimstyrjaldarinnar, en Bretar unnu jú það stríð, en samt var Vestur-Þjóðverjum að ganga miklu betur efnahagslega.
Þegar Margaret Thatcher komst til valda 1979 var keyrt á mikla uppstokkun í bresku efnhagslífi. Leið frjálshyggjunnar var farin. Ríkisfyrirtæki, jafnvel almenningssamgöngur, voru einkavædd og leiddi það til þess að störf færðust til eða voru lögð niður. Heilu samfélögin voru lögð í rúst.
Eitt þeirra var Coventry, sem hafði jafnframt aldrei náð sér almennilega að fullu eftir sprengjuárásir Þjóðverja í styrjöldinni. Fólk í Coventry hafði varla séð til sólar í gegnum kolamökkinn í marga áratugi.
Við myndum líklega ekki einu sinni vita neitt um borgina Coventry ef ekki væri fyrir tiltölulega slæmt fótboltalið annarsvegar og ska-hljómsveitina The Specials hins vegar sem átti einmitt sinn ferskasta sprett í kringum 1980.
Í laginu sem fílað er í dag, Ghost Town, fáum við þetta ástand beint í æð. Við heyrum raddirnar úr draugabæjunum sem voru óðum að myndast eftir valdatöku Thatchers. Við heyrum ólguna í gegnum karabíska ska-taktinn og druggy sönginn. Bretland er, þrátt fyrir allt, eitt mest spennandi land í heimi. Engin pólitík getur breytt því – því þrátt fyrir hræðileg stjórnmál þá rís alltaf einhver spólgraður popplistamaður upp og gólar um ástandið fyrir allan heiminn. Það gerðist allavega hér. Tékk it!
„Menn eru eitthvað að tala um normcore í dag eins og það sé hin ultimate hipstera-kaldhæðni. Að klæða sig í kakí-buxur og hvíta strigaskó...
George Harrison sat ekki auðum höndum eftir að hann hætti í Bítlunum. Lík Bítlanna var ekki einu sinni komið niður í stofuhita þegar hann...
Velvet Underground – Sweet Jane Starfsmaður vegabréfaeftirlits á JFK-flugvelli horfir rannsakandi en kæruleysislegum augum þráðbeint framhjá þér. Í belti hans 9mm Glock, í vasa...