My Sweet Lord – Hare krishna, hallelúja!

January 15, 2016 01:17:23
My Sweet Lord –  Hare krishna, hallelúja!
Fílalag
My Sweet Lord – Hare krishna, hallelúja!

Jan 15 2016 | 01:17:23

/

Show Notes

George Harrison sat ekki auðum höndum eftir að hann hætti í Bítlunum. Lík Bítlanna var ekki einu sinni komið niður í stofuhita þegar hann var búinn að negla heimsbyggðina með risasmellinum „My Sweet Lord“.

Lagið er risastórt á alla vegu. Útsetningin er megalómanísk enda Phil Spector pródúser lagsins, persónur og leikendur voru ekki af verri endanum – menn eins og Billy Preston, Eric Clapton, Ringo og Klaus Voorman voru meðal hljóðfæraleikara.

Öllu var tjaldað til. Textinn fjallar um æðri máttarvöld. Sá drottinn sem er ávarpaður tilheyrir ekki neinum einum trúarbrögðum enda blandar George saman hindú og gyðingdómi eins og ekkert sé, sanskrít og hebreska, ekki málið.

Heimsbyggðin maukfílaði þetta lag á sínum tíma. Það fór á alla toppa veraldar. Að fíla þetta lag krefst ekki doktorsprófs.

Hlustið og líðið áfram. Góðar stundir. Hallelúja.

Other Episodes

Episode 0

February 21, 2020 01:09:56
Episode Cover

Cry Me a River - Leyfðu mér að fljóta á kanó á stórfljóti tára þinna

Justin Timberlake - Cry Me a RiverGestófíll: Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas Hann ólst í Mikka Mús klúbbnum, missti nánast sveindóminn með svörtu eyrun á hausnum...

Listen

Episode

September 21, 2018 01:09:31
Episode Cover

With Or Without You – Leggstu í fósturstellingu, hver sem þú ert, hvar sem þú ert

Hver ertu? Þú! Hvort sem þú borðaðir bjúga í kvöldmat eða slafraðir í þig fusion-rétti á sushi samba innan um fasteignasala og myndlistarflippara. Hver...

Listen

Episode

August 17, 2018 00:51:09
Episode Cover

Parklife – Chav-tjallismi

Þeim langaði að fanga breska hversdagsstemningu. og þeim tókst það. Blur hlóð í væna wagner-í-eldspýtustokk-exístensíalíska-popp-sápu-óperu, sem þó aldrei rís, heldur kraumar allan tímann eins...

Listen