George Harrison sat ekki auðum höndum eftir að hann hætti í Bítlunum. Lík Bítlanna var ekki einu sinni komið niður í stofuhita þegar hann var búinn að negla heimsbyggðina með risasmellinum „My Sweet Lord“.
Lagið er risastórt á alla vegu. Útsetningin er megalómanísk enda Phil Spector pródúser lagsins, persónur og leikendur voru ekki af verri endanum – menn eins og Billy Preston, Eric Clapton, Ringo og Klaus Voorman voru meðal hljóðfæraleikara.
Öllu var tjaldað til. Textinn fjallar um æðri máttarvöld. Sá drottinn sem er ávarpaður tilheyrir ekki neinum einum trúarbrögðum enda blandar George saman hindú og gyðingdómi eins og ekkert sé, sanskrít og hebreska, ekki málið.
Heimsbyggðin maukfílaði þetta lag á sínum tíma. Það fór á alla toppa veraldar. Að fíla þetta lag krefst ekki doktorsprófs.
Hlustið og líðið áfram. Góðar stundir. Hallelúja.
New Order - Blue Monday Hvenær varð síðast bylting? Hversu gömul er sú hugmyndafræði sem við styðjumst við á Vesturlöndum í dag? Hversu gamall...
Takið fram léttskyggðu fjólubláu sólgleraugun, hneppið niður efstu 3-8 tölunum á skyrtunni/blússunni, ræsið blæjubílinn. Himininn er alblár en er hægt og rólega að leysast...
Violent Femmes - Blister in the Sun Fyrsta lag á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Violent Femmes er þeirra stærsta lag. Það heitir Blister in the...