Hard to Explain – Rokgjarnt lífrænt efnasamband (live á Húrra)

July 20, 2018 00:51:44
Hard to Explain – Rokgjarnt lífrænt efnasamband (live á Húrra)
Fílalag
Hard to Explain – Rokgjarnt lífrænt efnasamband (live á Húrra)

Jul 20 2018 | 00:51:44

/

Show Notes

Það kom ekkert annað til greina en að ganga nærri sér á live-fílun frammi fyrir sjálfri Fílahjörðinni. The Strokes var fílað. Hljómsveit sem skóp Fílabræður á sínum tíma. Rokkbylgjan upp úr aldamótum skall hart á Vesturlandabúum og sumir eru enn að seig-freta í þröngar Happy Mondays Dillon hosurnar.
Hér er þetta allt tekið fyrir. Brúnu krullurnar. Ljósa gallajakkaefnið. Converse-skórnir. Það er ótrúlegt hvað rokkið er seigt. Einhvern veginn tókst nokkrum einkaskólagengnum New York drulluhölum að hræra upp í fyrstu bók Móse enn eina ferðina. Þrír hljómar og fokk nú, gítar, bassi, trommur og tyggjó. Þetta er ekkert flókið.
Eða jú reyndar. Þetta er flókið. Hard To Explain. Bless.
P.s. Titilinn á þessum textastubb er fenginn héðan: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/umhverfisraduneyti/nr/7836-

Other Episodes

Episode

May 25, 2018 00:58:52
Episode Cover

Annie’s Song – Sumarbúðir, reipist gler, myrkur tærleikans

Ýmislegt má veiða upp úr sjöunni, enda er hún djúp og gárug eins og seiðpottur frumskaparans. Í dag er ausan að vísu ekki látin...

Listen

Episode

July 14, 2017 00:53:01
Episode Cover

Átján og hundrað – Prins allrar alþýðu

Fílalag er á heimaslóðum í fílun dagsins. Ekki er seilst nema um átta ár aftur í tímann og Ísland ekki yfirgefið. Nú er hún...

Listen

Episode

May 10, 2024 01:04:47
Episode Cover

Will You Love Me Tomorrow - Paradísarmissir, missir, missir, missir (bergmál)

The Shirelles / Carole King - Will You Love Me Tomorrow Hvað er þetta annað en paradísarmissir? Allt saman! Allar sögur! Nakið fólk að...

Listen