Hard to Explain – Rokgjarnt lífrænt efnasamband (live á Húrra)

July 20, 2018 00:51:44
Hard to Explain – Rokgjarnt lífrænt efnasamband (live á Húrra)
Fílalag
Hard to Explain – Rokgjarnt lífrænt efnasamband (live á Húrra)

Jul 20 2018 | 00:51:44

/

Show Notes

Það kom ekkert annað til greina en að ganga nærri sér á live-fílun frammi fyrir sjálfri Fílahjörðinni. The Strokes var fílað. Hljómsveit sem skóp Fílabræður á sínum tíma. Rokkbylgjan upp úr aldamótum skall hart á Vesturlandabúum og sumir eru enn að seig-freta í þröngar Happy Mondays Dillon hosurnar.
Hér er þetta allt tekið fyrir. Brúnu krullurnar. Ljósa gallajakkaefnið. Converse-skórnir. Það er ótrúlegt hvað rokkið er seigt. Einhvern veginn tókst nokkrum einkaskólagengnum New York drulluhölum að hræra upp í fyrstu bók Móse enn eina ferðina. Þrír hljómar og fokk nú, gítar, bassi, trommur og tyggjó. Þetta er ekkert flókið.
Eða jú reyndar. Þetta er flókið. Hard To Explain. Bless.
P.s. Titilinn á þessum textastubb er fenginn héðan: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/umhverfisraduneyti/nr/7836-

Other Episodes

Episode

June 14, 2024 01:19:55
Episode Cover

Way Down We Go - Djöfullinn á hringtorginu

Kaleo - Way Down We Go Kjúklingabringurnar eru lentar á eldhúsbekknum, kaldar og blautar í frauðplastbökkum. Þær smokra sér úr plastinu eins og geimverur...

Listen

Episode

March 29, 2019 00:46:29
Episode Cover

Unchained Melody – Ballad Maximus

Righteous Brothers – Unchained MelodyHvað er hægt að segja? Hér er um að ræða stærstu ballöðu hins vestræna heims. Lag sem hættir ekki að...

Listen

Episode 0

September 03, 2021 01:02:43
Episode Cover

Over & Over - Sans Serif

Hot Chip - Over and Over Það er komið að tilgangslausu trúttilúllus skaðræði í formi duracell airwaves hjakks. Nú skal djammað fast og post...

Listen