„Hlið við hlið“ var fyrsti útvarpssmellur Friðriks Dórs. Það kom út haustið 2009 og hefur síðan þá verið maukfílað af fólki úr öllum stéttum íslensks samfélags.
Nú er komið að því að tala um þetta lag í góðar 40 mínútur og krefst það greiningar á íslenskri ungmenningu síðustu 15 ára.
Fílalag býður ykkur í ísbíltúr, bragðaref með Bounty og þristi og þið skuluð vinsamlegast hlusta vel.
Bandaríkin verða seint talinn aumingjadýrkendur meðal þjóða. Þvert á móti. Í Bandaríkjunum er málið að vera harður af sér, vera eigin gæfu smiður, sækja...
Fílalag var soldið torn yfir því hvort fíla ætti lag dagsins. Um er að ræða mikið meginstraums lag – kannski full mikið af því...
Árið er 1971. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tekið þeldökk ungmenni í hundruð þúsunda tali úr ryðguðum vonleysis iðnborgum sínum og sent þau í stríð til...