Jerusalema - Húlú og Zúlú

July 20, 2024 00:48:08
Jerusalema - Húlú og Zúlú
Fílalag
Jerusalema - Húlú og Zúlú

Jul 20 2024 | 00:48:08

/

Show Notes

Master KG ásamt Nomcebo - Jerusalema

Vírusinn herjar. Ekki bara þessi kórónajakkafataklæddi heldur líka annar og skæðari. Dansfár sækir að heimsbyggðinni. Við erum ekki að tala um Macarena eða Gangnamanna-stílinn heldur dans og söng sem sóttur er dýpra, úr sjálfri frumorkunni, frá Afríku.

Það má segja margt leiðinlegt um covid og heimsfaraldur, zoom-fundi og fjarlægðartakmarkanir. En einhver menning spratt samt úr því. Frá þessum tíma eigum við lag, sem sameinaði heimsbyggðina, eins langt og það nær. Og sé rýnt í það þá inniheldur það sjálft frumöskrið, kröfuna um björgun, skilyrðislausa kröfu um að fá pláss í ríki hinna réttlátu, í musterinu.

Það getur enginn svarað hvað manninum var ætlað. Kannski áttum við að vera kyrr í aldingarðinum. Kannski áttu forfeður okkar ekki einu sinni að vafra upp á land. Kannski áttum við bara að vera skynlausar amöbur í hafinu. En við fórum í þessa ferð, örlög okkar er að vera ævinlega týnd, með frumöskrið í kviðnum, hrædd og einmana, en ávallt til í að dilla rassinum í átt að borginni helgu þegar heróp heyrist.

Other Episodes

Episode

January 08, 2016 01:00:44
Episode Cover

Alright -Kálfum hleypt út

Eitt sterkasta afl í heiminum nefnist ungæði. Þrátt fyrir ýmsar fregnir af öðru þá elskar ungt fólk yfirleitt lífið því þegar maður er ungur...

Listen

Episode

June 10, 2016 00:44:32
Episode Cover

Guiding Light – Ómenguð rockabilly þráhyggja

Hvað gera Bandaríkjamenn ef að bíll selst vel? Þeir framleiða meira af honum? Hvað þýðir að framleiða meira af honum? Framleiða fleiri eintök en...

Listen

Episode

April 15, 2016 00:32:45
Episode Cover

Wicked Game – Ljóti leikurinn

Árið er 1990. Rockabilly endurvakning ríður röftum í Los Angeles. David Lynch er að dúndra út skrítnum kvikmyndum með sætum krökkum og 50s músík....

Listen