Jerusalema - Húlú og Zúlú

July 20, 2024 00:48:08
Jerusalema - Húlú og Zúlú
Fílalag
Jerusalema - Húlú og Zúlú

Jul 20 2024 | 00:48:08

/

Show Notes

Master KG ásamt Nomcebo - Jerusalema

Vírusinn herjar. Ekki bara þessi kórónajakkafataklæddi heldur líka annar og skæðari. Dansfár sækir að heimsbyggðinni. Við erum ekki að tala um Macarena eða Gangnamanna-stílinn heldur dans og söng sem sóttur er dýpra, úr sjálfri frumorkunni, frá Afríku.

Það má segja margt leiðinlegt um covid og heimsfaraldur, zoom-fundi og fjarlægðartakmarkanir. En einhver menning spratt samt úr því. Frá þessum tíma eigum við lag, sem sameinaði heimsbyggðina, eins langt og það nær. Og sé rýnt í það þá inniheldur það sjálft frumöskrið, kröfuna um björgun, skilyrðislausa kröfu um að fá pláss í ríki hinna réttlátu, í musterinu.

Það getur enginn svarað hvað manninum var ætlað. Kannski áttum við að vera kyrr í aldingarðinum. Kannski áttu forfeður okkar ekki einu sinni að vafra upp á land. Kannski áttum við bara að vera skynlausar amöbur í hafinu. En við fórum í þessa ferð, örlög okkar er að vera ævinlega týnd, með frumöskrið í kviðnum, hrædd og einmana, en ávallt til í að dilla rassinum í átt að borginni helgu þegar heróp heyrist.

Other Episodes

Episode

March 02, 2018 01:21:29
Episode Cover

You can call me Al – Týndur miðaldra maður finnur sig

Paul Simon var týndur í áttunni. Hann ráfaði um götur New York í stórum blazer-jakka og hugsaði um sína aumu tilvist. Jú, vissulega naut...

Listen

Episode 0

June 19, 2020 00:55:03
Episode Cover

By Your Side - Koddahjal, silkisjal

Sade - By Your Side Hin nígerísk-breska Helen Folasade Adu, eða „Sade" líkt og samnefnd hljómsveit hennar nefnist, er ein af þeim stóru af...

Listen

Episode

January 16, 2015 NaN
Episode Cover

Summer of ’69 – Þrír menn hafa bitið af sér neðri vörina við að heyra þetta

„Fyrir nokkrum árum fóru menn að tala um konseptið „denim-on-denim“ í merkingunni að klæðast gallabuxum og gallajakka og fóðra sig alveg með denim. Þetta...

Listen