Jerusalema - Húlú og Zúlú

July 20, 2024 00:48:08
Jerusalema - Húlú og Zúlú
Fílalag
Jerusalema - Húlú og Zúlú

Jul 20 2024 | 00:48:08

/

Show Notes

Master KG ásamt Nomcebo - Jerusalema

Vírusinn herjar. Ekki bara þessi kórónajakkafataklæddi heldur líka annar og skæðari. Dansfár sækir að heimsbyggðinni. Við erum ekki að tala um Macarena eða Gangnamanna-stílinn heldur dans og söng sem sóttur er dýpra, úr sjálfri frumorkunni, frá Afríku.

Það má segja margt leiðinlegt um covid og heimsfaraldur, zoom-fundi og fjarlægðartakmarkanir. En einhver menning spratt samt úr því. Frá þessum tíma eigum við lag, sem sameinaði heimsbyggðina, eins langt og það nær. Og sé rýnt í það þá inniheldur það sjálft frumöskrið, kröfuna um björgun, skilyrðislausa kröfu um að fá pláss í ríki hinna réttlátu, í musterinu.

Það getur enginn svarað hvað manninum var ætlað. Kannski áttum við að vera kyrr í aldingarðinum. Kannski áttu forfeður okkar ekki einu sinni að vafra upp á land. Kannski áttum við bara að vera skynlausar amöbur í hafinu. En við fórum í þessa ferð, örlög okkar er að vera ævinlega týnd, með frumöskrið í kviðnum, hrædd og einmana, en ávallt til í að dilla rassinum í átt að borginni helgu þegar heróp heyrist.

Other Episodes

Episode

July 05, 2019 01:03:26
Episode Cover

Virtual Insanity – Að dansa sig frá vandræðum

Jamiroquai – Virtual Insanity Varúð, varúð! Framundan er fílun á flíspeysuslagara. Inka gullið er fundið. Fönk-fnykinn leggur yfir allan bæinn. Peningalykt.  Það er Jay...

Listen

Episode 0

March 12, 2021 00:59:03
Episode Cover

We are Young - Fómó-framleiðsla

Fun. - We Are Young Það er þversagnarkenndur vöndull undir nálinni. Poppsmellur sem fór í fyrsta sæti ameríska vinsældalistans, peppandi, ærandi og neysluhvetjandi Super-Bowl-auglýsinga...

Listen

Episode

August 04, 2017 01:02:38
Episode Cover

Bullet With Butterfly Wings (Gestófíll: Octavio Juarez, arkítekt) – Mexíkóskur arkítekt. Guðshatari frá Chicago

Fílalag sendir frá sér sérstakan þátt í dag. Snorri var fastur utan símasambands í afskekktum firði fyrir Vestan og Bergur Ebbi fékk mexíkóskan arkítekt...

Listen