The Jam – A Town Called Malice
Nú er moddið tekið fyrir í allri sinni dýrð. Sultan er fíluð. Paul Weller í brakandi ullarjakkafötum að negla út melódíska þjóðsöngva á Rickenbackerinn.
Weller fór fyrir þriðju kynslóð moddara. Hann var barn sjöunnar en átti líka stóran þátt í að hrista þyngslin af þjóðinni. Weller, maður alþýðunnar, var ekki pönkari, en hann fór fyrir byltingu í tónlist. Hann endurvakti stemninguna og umfram allt fílinginn. Fílum nú svanasöng The Jam frá 1982, en Jam var band sem sannarlega kunni að hætta á toppnum!
Mezzoforte – Garden Party Það eru engin orð framkölluð í laginu sem er fílað í dag. Í því heyrist aðeins söngur saxafóns og tóna....
The 5th Dimension - The Age of Aquarius Unglingar með reykelsi. Tónaðir Broadway leikarar í útpældum fatahenglum. Veröld að fara af hjörunum. Hér er...
Farið frá. Hún er komin. Það eru læti. Það er stemning. Við erum að tala um Joan Jett og svörtu hjörtun hennar. Af hverju...