What’s Going On – Hvað er í gangi??!!

July 06, 2018 01:54:08
What’s Going On – Hvað er í gangi??!!
Fílalag
What’s Going On – Hvað er í gangi??!!

Jul 06 2018 | 01:54:08

/

Show Notes

Árið er 1971. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tekið þeldökk ungmenni í hundruð þúsunda tali úr ryðguðum vonleysis iðnborgum sínum og sent þau í stríð til Asíu to “go and kill the yellow man,” svo vitnað sé í stjórann. Herinn hefur mætt og ítrekað sprautað á liðið með brunaslöngum. Á sama tíma og ísskápar landsins kalkúnavæðast sem aldrei fyrr og velmegunin er í hápunkti, þá virðist skorta á einfalda samkennd milli fólks.
Og er þá nema von að einn af prinsum Detroit borgar spyrji sig: “Hvað er eiginlega í gangi?” Prinsinn umræddi er að sjálfsögðu Marvin Gaye, ein skærasta stjarna Motown útgáfunnar. Maður sem hafði fram að því mest verið þekktur fyrir að dilla Kananum inn í þægilegt rom-com ástand. Gaye sagði: hingað og ekki lengra fyrr en einhver segir mér hvað er í gangi. Svo tók hann upp lagið “What’s Going On?” Og heimurinn hlustaði. Haka niður á kinn.
Hér er fjallað um þetta allt. Einkum þó rosalega sögu Marvins sjálfs, uppruna hans og örlög. Þvílík örlög.

Other Episodes

Episode 0

May 08, 2020 01:24:33
Episode Cover

For Whom The Bell Tolls - Feigð, húð, hryggð, hefnd, reiði, örkuml, angist, bólur, reiði, sekt, keyrsla

Metallica - For Whom the Bell Tolls Kalifornía 1981. Veröldin heilsar nýrri tónlistarstefnu. Metallinn hefur fengið að súrrast í áratug og nú er komið ...

Listen

Episode

March 02, 2016 00:39:30
Episode Cover

Égímeilaðig – Fyrir tíma Tinder

Fílalag heldur áfram að róta í gullkistunni og sendir hér aftur út þátt frá í mars 2014 sem ekki hefur verið fáanlegur á netinu...

Listen

Episode

December 01, 2016 00:58:51
Episode Cover

Wichita Lineman – Axlir. Kjálkar. Leitin að kjarnanum

Stærstu kjálkar bandarískrar tónlistarsögu eru teknir fyrir í Fílalag í dag. Glen Campbell. Maðurinn sem gaf okkur softkántrí slagara eins og Rhinestone Cowboy gaf...

Listen