Survivor – Velgengni, Já takk

August 19, 2016 00:59:14
Survivor – Velgengni, Já takk
Fílalag
Survivor – Velgengni, Já takk

Aug 19 2016 | 00:59:14

/

Show Notes

Bandaríkin verða seint talinn aumingjadýrkendur meðal þjóða. Þvert á móti. Í Bandaríkjunum er málið að vera harður af sér, vera eigin gæfu smiður, sækja sigrana, hlaða í kringum sig snilld og básúna svo út sigurópin þannig að öll veröldin heyri.

Mont er svo langt frá því að vera tabú í Bandaríkjunum. Það er dyggð. Við gætum ekki verið í meiri fjarlægð frá skandinavískum jante-lögum eins og í Houston, Texas, hvaðan andlag lagafílunar dagsins kemur. Destiny’s Child. Barn örlaganna.

Hér er fílaður stóri söngur sigurvegarans, skipbrotskonunnar sem kann að bjarga sér. Þetta er óður til velgengni, ríkidæmis og þess að horfa fram á við. Þetta er lag sem er svo hvetjandi, fyrir konur og kalla af öllum stéttum og þjóðernum, að það er ógnvekjandi.

Og sagan er ekki næstum búin. Beyoncé er enn á toppnum, fimmtán árum síðar, situr hún í hásæti sínu og spýir eldi velgengni, pepps og dýrðar. Þetta er allt koverað í Fílalag þætti dagsins. Njótið.

Other Episodes

Episode

November 24, 2017 00:58:19
Episode Cover

Basket Case – Besti gírkassinn í bransanum

Bandaríkjamenn eru gíruð þjóð. Ameríka er heimsálfan sem sýgur til sín alla hugmyndastefnur veraldarinnar og bestar þær. Frakkar fundu upp bílinn en Ameríkanar fundu...

Listen

Episode

July 21, 2017 00:56:37
Episode Cover

Steal My Sunshine – Kanadíski draumurinn

„Hey Matt“ „Já, Tim“ „Hefurðu talaði við Marc nýlega?“ „Ööö, nei, ég hef eiginlega ekki talað við hann, en hann virkar soldið ööö leiður“...

Listen

Episode

January 30, 2015 00:43:06
Episode Cover

The Letter – Maðurinn sem breytti heiminum nýkominn með punghár

„Sko. Höfum það á hreinu að Alex Chilton var 16 ára þegar hann söng þetta. Hann var nýkominn með punghár og fór beint í...

Listen