Survivor – Velgengni, Já takk

August 19, 2016 00:59:14
Survivor – Velgengni, Já takk
Fílalag
Survivor – Velgengni, Já takk

Aug 19 2016 | 00:59:14

/

Show Notes

Bandaríkin verða seint talinn aumingjadýrkendur meðal þjóða. Þvert á móti. Í Bandaríkjunum er málið að vera harður af sér, vera eigin gæfu smiður, sækja sigrana, hlaða í kringum sig snilld og básúna svo út sigurópin þannig að öll veröldin heyri.

Mont er svo langt frá því að vera tabú í Bandaríkjunum. Það er dyggð. Við gætum ekki verið í meiri fjarlægð frá skandinavískum jante-lögum eins og í Houston, Texas, hvaðan andlag lagafílunar dagsins kemur. Destiny’s Child. Barn örlaganna.

Hér er fílaður stóri söngur sigurvegarans, skipbrotskonunnar sem kann að bjarga sér. Þetta er óður til velgengni, ríkidæmis og þess að horfa fram á við. Þetta er lag sem er svo hvetjandi, fyrir konur og kalla af öllum stéttum og þjóðernum, að það er ógnvekjandi.

Og sagan er ekki næstum búin. Beyoncé er enn á toppnum, fimmtán árum síðar, situr hún í hásæti sínu og spýir eldi velgengni, pepps og dýrðar. Þetta er allt koverað í Fílalag þætti dagsins. Njótið.

Other Episodes

Episode

June 22, 2018 00:55:46
Episode Cover

Álfheiður Björk – Ítölsk skíða-ástarjátning borin fram með tómatsósu á Broadway, Ármúla

Kapteinn Ahab dó áður en hann náði að sigrast á Moby sínum Dick og lengi hefur litið út fyrir að Fílalag væri ekki að...

Listen

Episode

January 14, 2016 00:48:57
Episode Cover

Wild Is The Wind – Tímalaus vindurinn

Fyrir aðeins nokkrum dögum síðan grunaði fáa að David Bowie væri feigur. Hann var ekki eins og hinir poppararnir, byrjaður að glamra sig niður...

Listen

Episode 0

November 15, 2019 00:50:08
Episode Cover

Oh What A Night (December '63) - Kransæðarfílingur

Frankie Valli and the Four Seasons - December, 1963 (Oh What a Night) Árið 1975 var þannig komið fyrir hljómsveitinni The Four Seasons og...

Listen