Það er rokk í þessu, það er diskó í þessu, það er dramatík sem hæfir óperu en samt er þetta látlaust og smurt. Svona mætti lýsa laginu sem er til umfjöllunar í Fílalag í dag.
Hljómsveitin er að sjálfsögðu Kiss og lagið er „I Was Made For Loving You“ sem kom út á plötunni Dynasty árið 1979.
Til að fíla lagið vel og rækilega fengu Fílalagsmenn sérstakan gest í hljóðverið til sín.
Ari Eldjárn mætti í heimsókn, drakk þrjá sterka pressukönnu-kaffibolla og hellti úr skálum Kissviskunnar.
Fróðleikur Ara er einstakur.
Hlustið og fílið!
Without You kom fyrst út með hljómsveitinni Badfinger árið 1970. Það sló ekki í gegn. Höfundar lagsins, Pete Ham og Tom Evans urðu síðar...
Þeim langaði að fanga breska hversdagsstemningu. og þeim tókst það. Blur hlóð í væna wagner-í-eldspýtustokk-exístensíalíska-popp-sápu-óperu, sem þó aldrei rís, heldur kraumar allan tímann eins...
Í dag kafar Fílalag dýpra ofan í Sjöuna en nokkurn tíman áður. Farið er ofan í læstar hirslur úr dánarbúi Ingólfs í Heimsferðum og...