Waterfalls – Jarmið. Gjaldþrotið. Geggjunin.

October 05, 2018 01:21:23
Waterfalls – Jarmið. Gjaldþrotið. Geggjunin.
Fílalag
Waterfalls – Jarmið. Gjaldþrotið. Geggjunin.

Oct 05 2018 | 01:21:23

/

Show Notes

Það þurfti ekkert minna en vel-versaðan gestófíl til að afhausa fílinn í herberginu þegar Waterfalls með TLC var tekið fyrir. Sandra Barilli, bransakona, mætti í fílun og fór yfir stóru umfjöllunarefni Níunnar. HIV, dópið, stúlknasveitir og jarmið.
Tionne „T-Boz” Watkins, Lisa „Left Eye” Lopes og Rozonda „Chilli” Thomas mynduðu TLC og urðu strax vinsælar, fóru svo í klassískt bransagjaldþrot, en náðu sér á strik aftur. Saga þeirra inniheldur allt það svakalegasta úr amerískri öfgamenningu og umfjöllunarefni laganna eru ekki á smáum skala heldur.
Waterfalls fjallar um stór málefni. Að ætla sér ekki um of. Annars endar maður dauður. En það enda svo sem allir þannig – en um það er einnig fjallað í þættinum.
Hlýðið á og samfílið. Á borð er borinn risasmellur.

Other Episodes

Episode

March 25, 2016 00:52:59
Episode Cover

Into The Mystic – Lag sem hefur allt

Hér höfum við manninn sem gat gert allt: RnB, garage rokk, blues, soul, djass og síkadelíu. Van Morrison er samnefnari sexunnar. Þunni Norður-Írinn sem...

Listen

Episode 0

August 16, 2024 01:45:57
Episode Cover

Boombastic - Bóman rís

Shaggy - Boombastic Svalur andvari. Honda Civic keyrir eftir Grensásvegi. Lítil sólgleraugu, hátt orkustig. Shaggy heyrist í útvarpinu. Allir fíla. Sumir halda að þetta...

Listen

Episode

October 25, 2019 00:51:10
Episode Cover

Alone Again Naturally – Að finna botninn

Alone Again Naturally – Gilbert ‘O Sullivan Strappið á ykkur væmna leðurtösku. Ræsið Volkswagen bjölluna á köldum vetrarmorgni. Það er sjöa. Öllum er kalt....

Listen