Frankie Valli and the Four Seasons - December, 1963 (Oh What a Night)
Árið 1975 var þannig komið fyrir hljómsveitinni The Four Seasons og söngvara hennar, Frankie Valli, að það var ekkert eftir nema fílingurinn. Fötin voru úr pólýester, tennurnar gular og áratuga sukk-líferni var farið að taka sinn toll. En akkúrat þá, þegar svitalyktin var hvað mest, drógu þeir úr hatti sínum sinn allra stærsta hittara.
Lagið "December, 1963", keyrir á öllu. Nýhafið diskóæði er nýtt til hins ítrasta, það heyrist í synthum, þrír söngvarar eru tilkvaddir. Þeir henda öllu inn í lagið nema eldhúsvaskinum. Þarna átti að negla sjöuna. Og yfirleitt þegar gamlir skarfar reyna að negla eitthvað nýtt, þá mistekst það harkalega. Harkalega.
En ekki hér. Hér varð til lag sem er svo unaðslega grúvandi að allar áhyggjuraddir um hallærislegheit hljóma eins og dauðahryglur í þorski ofan í lest á frystitogara.
Frankie Valli og félagar hans færa einfaldlega fram það sem skemmtanabransinn snýst um. Steikur, djæf og fíling.
The Pretenders - Don’t Get Me Wrong Chrissie Hynde, söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Pretenders hafði marga fjöruna sopið þegar hún söng lagið “Don’t...
„Sko. Höfum það á hreinu að Alex Chilton var 16 ára þegar hann söng þetta. Hann var nýkominn með punghár og fór beint í...
Modjo - Lady (Hear Me Tonight) Freknuklasi á andliti fyrirsætu. Endalaus hlátur, endalaus harmur. Fingur móta blautan leir. Ilmur blóma. Hringtorg, fjallaþorp. Himininn er...