Oh What A Night (December '63) - Kransæðarfílingur

November 15, 2019 00:50:08
Oh What A Night (December '63) - Kransæðarfílingur
Fílalag
Oh What A Night (December '63) - Kransæðarfílingur

Nov 15 2019 | 00:50:08

/

Show Notes

Frankie Valli and the Four Seasons - December, 1963 (Oh What a Night)

Árið 1975 var þannig komið fyrir hljómsveitinni The Four Seasons og söngvara hennar, Frankie Valli, að það var ekkert eftir nema fílingurinn. Fötin voru úr pólýester, tennurnar gular og áratuga sukk-líferni var farið að taka sinn toll. En akkúrat þá, þegar svitalyktin var hvað mest, drógu þeir úr hatti sínum sinn allra stærsta hittara.

Lagið "December, 1963", keyrir á öllu. Nýhafið diskóæði er nýtt til hins ítrasta, það heyrist í synthum, þrír söngvarar eru tilkvaddir. Þeir henda öllu inn í lagið nema eldhúsvaskinum. Þarna átti að negla sjöuna. Og yfirleitt þegar gamlir skarfar reyna að negla eitthvað nýtt, þá mistekst það harkalega. Harkalega.

En ekki hér. Hér varð til lag sem er svo unaðslega grúvandi að allar áhyggjuraddir um hallærislegheit hljóma eins og dauðahryglur í þorski ofan í lest á frystitogara.

Frankie Valli og félagar hans færa einfaldlega fram það sem skemmtanabransinn snýst um. Steikur, djæf og fíling.

Other Episodes

Episode

November 06, 2015 00:25:02
Episode Cover

Wooly Bully – Með lampaskerm á hausnum

Árið er 1965 og við erum stödd í Texas. Ímyndið ykkur partí sem farið hefur úr böndunum. Blindfullir tvítugir hálfvitar ráfa um amerískt úthverfahús....

Listen

Episode

January 22, 2016 01:04:42
Episode Cover

Smack My Bitch Up – Skilaboð fyrir heila kynslóð

Fáar hljómsveitir settu jafn skýran svip á unglingamenningu níunnar (90s) og Liam Howlett og félagar í The Prodigy. Bandið gaf út þrjár metsöluplötur á...

Listen

Episode

September 08, 2017 01:10:46
Episode Cover

You Really Got Me – Þröngar buxur, rifið sánd, mannkyn ærist

Það er stóri hvellur. Kinks fílaðir í annað sinn. Og nú er það risinn. Sjálfur Homo Erectus. You Really Got Me. Sperrtasta lag allra...

Listen