With Or Without You – Leggstu í fósturstellingu, hver sem þú ert, hvar sem þú ert

September 21, 2018 01:09:31
With Or Without You – Leggstu í fósturstellingu, hver sem þú ert, hvar sem þú ert
Fílalag
With Or Without You – Leggstu í fósturstellingu, hver sem þú ert, hvar sem þú ert

Sep 21 2018 | 01:09:31

/

Show Notes

Hver ertu? Þú! Hvort sem þú borðaðir bjúga í kvöldmat eða slafraðir í þig fusion-rétti á sushi samba innan um fasteignasala og myndlistarflippara. Hver sem þú ert! Leggstu á malbikið. Láttu þig sökkva.
Hvar sem þú ert. Ertu á Sauðárkróki að drekka nýmjólk eftir vakt hjá Rækjuvinnslunni? Ertu lögga með vélindabakflæði? Ertu það? Ertu kristinn, múhammeddískur eða stundar þú átrúnað á salamöndruna? Eða ertu bara eins og flestir aðrir, vantrúaður en þó hallelúja-öskrandi í takt við kreddu líðandi stundar, coleman þægilegur monthani með dramb sem engan ýfir?
Fyrir þrjátíu árum síðan lögðu fjórir Írar mottu. Og hún hjúpar þetta allt. Hún hylur sjálfa flatneskjuna.
Og ef þú vilt ekki fatta það – þá fílarðu ekki sjálfan þig. Og við því er ekkert að gera.
En Bono og félagar fíla þig samt. Þeir elska þig, skilyrðislaust. Og munu alltaf vinda blóð úr hjarta sínu fyrir þig.

Other Episodes

Episode

October 28, 2016 01:11:19
Episode Cover

Hippar (Gestófíll: Dr. Gunni) – „Reipið er til. Hengið ykkur nú.“

Fílalagsbræður settust niður með sjálfum Dr. Gunna og fíluðu einn af fyrstu íslensku pönk-slögurunum, Hippa, með Fræbbblunum. Dr. Gunni sagði sögur úr Kópavogi og...

Listen

Episode

November 09, 2018 01:11:51
Episode Cover

Just the Way You Are – Brúnhærð, krulluð sjöa

Farið er á rostungaveiðar í dag. Sjálfur Billy Joel er fangaður og ekki er um lítið skrokk-ummál að ræða. Billy Joel, píanómaður, spelmaður með...

Listen

Episode

May 20, 2016 00:44:25
Episode Cover

Popular – Að éta eða vera étinn

„Þetta lag er kirsuberið á toppi þeirrar köku sem amerísk 90s unglingamenning gekk út á. Boðskapurinn var: ekkert skiptir máli nema vinsældir, sem eru...

Listen