With Or Without You – Leggstu í fósturstellingu, hver sem þú ert, hvar sem þú ert

September 21, 2018 01:09:31
With Or Without You – Leggstu í fósturstellingu, hver sem þú ert, hvar sem þú ert
Fílalag
With Or Without You – Leggstu í fósturstellingu, hver sem þú ert, hvar sem þú ert

Sep 21 2018 | 01:09:31

/

Show Notes

Hver ertu? Þú! Hvort sem þú borðaðir bjúga í kvöldmat eða slafraðir í þig fusion-rétti á sushi samba innan um fasteignasala og myndlistarflippara. Hver sem þú ert! Leggstu á malbikið. Láttu þig sökkva.
Hvar sem þú ert. Ertu á Sauðárkróki að drekka nýmjólk eftir vakt hjá Rækjuvinnslunni? Ertu lögga með vélindabakflæði? Ertu það? Ertu kristinn, múhammeddískur eða stundar þú átrúnað á salamöndruna? Eða ertu bara eins og flestir aðrir, vantrúaður en þó hallelúja-öskrandi í takt við kreddu líðandi stundar, coleman þægilegur monthani með dramb sem engan ýfir?
Fyrir þrjátíu árum síðan lögðu fjórir Írar mottu. Og hún hjúpar þetta allt. Hún hylur sjálfa flatneskjuna.
Og ef þú vilt ekki fatta það – þá fílarðu ekki sjálfan þig. Og við því er ekkert að gera.
En Bono og félagar fíla þig samt. Þeir elska þig, skilyrðislaust. Og munu alltaf vinda blóð úr hjarta sínu fyrir þig.

Other Episodes

Episode 0

July 23, 2021 00:42:51
Episode Cover

Fílalag - Wild Thing (2.0) - Þáttur frá 2014

Fílalag er í hýði eins og flestir aðrir landsmenn. Því gripum við til þess að gramsa í gullkistunni og draga fram í dagsljósið eina...

Listen

Episode 0

November 25, 2016 01:42:35
Episode Cover

Fílalag - 100

Fílalagsmenn fara yfir ferilinn í sínum 100. þætti. Nýjar pælingar í bland við upprifjanir. Hátíðarþáttur sem hlustendur mega ekki missa af. Það er af...

Listen

Episode

January 18, 2019 00:55:29
Episode Cover

Garden Party – Partíið endalausa

Mezzoforte – Garden Party Það eru engin orð framkölluð í laginu sem er fílað í dag. Í því heyrist aðeins söngur saxafóns og tóna....

Listen