Stundum er allt í góðum gír. Allir sáttir. Enginn með vesen. Matur í ísskápnum. Bíómynd í sjónvarpinu. En þá grípur fólk einhver losti. Þorsti í skaðræði, gríðarleg löngun í tortímingu og rassaspörk.
Um það fjallar lagið Lust for Life. Það er hin hreinræktaða stemning. Ásókn í romp. Hér er hún mætt: sálarbaseraða, pönk-lúppan – lamin saman af David Bowie, margarín-smurð af Iggy Pop.
Ef eitthvað lag verðskuldar F.Í.L.U.N. þá er það þetta lag.
Hjálmar – Geislinn í vatninu Á borðið er lagður pottréttur, pottþéttur og piparlagður. Flúðasveppirnir löngu orðnir hluti af sósunni. Hvaðan kom þessi brögðótta en...
Í ljósi þess að Red Hot Chili Peppers muni mæta til Íslands í sumar hefur verið ákveðið að grafa mjög djúpt í gullkistu Fílalags...
Sade - By Your Side Hin nígerísk-breska Helen Folasade Adu, eða „Sade" líkt og samnefnd hljómsveit hennar nefnist, er ein af þeim stóru af...