Sade - By Your Side
Hin nígerísk-breska Helen Folasade Adu, eða „Sade" líkt og samnefnd hljómsveit hennar nefnist, er ein af þeim stóru af MTV-kynslóðinni. Hún átti risasmelli í áttunni en lá mikið til baka í níunni en kom svo aftur árið 2000 með risasmellinum By Your Side.
Að hlusta á Sade er eins og að vera boðið inn í helli veggfóðraðan með silkisjölum. Sándið er plussað, rýmið er öruggt. Allt verður mýkra og fallegra líkt og nafnið hennar, Sade, sem borið er fram Sjadei.
Sade er margslunginn listamaður sem hefur haft mikinn stjórn á ferli sínum. Yfir þetta er farið í þætti dagsins. Njótið, fílið!
Fílalag bauð Hefnendunum Hugleiki og Jóhanni Ævari í þátt sinn. Hefnendurnir yfirtóku þáttinn með nördamennsku sinni og fóru að rífast um endurgerðir á kanadískum...
Ekkert er jafn síkópatískt, en að sama skapi gaman, eins og að leggja vandlega á borð fyrir sjálfan sig. Bjóða sjálfum sér í mat....
Kolbeinn Tumason & Þorkell Sigurbjörnsson - Heyr himna smiðurÁrið 2018 völdu Íslendingar sitt uppáhalds tónverk í kosningu sem haldin var á vegum Ríkisútvarpsins. Niðurstaða...