Sade - By Your Side
Hin nígerísk-breska Helen Folasade Adu, eða „Sade" líkt og samnefnd hljómsveit hennar nefnist, er ein af þeim stóru af MTV-kynslóðinni. Hún átti risasmelli í áttunni en lá mikið til baka í níunni en kom svo aftur árið 2000 með risasmellinum By Your Side.
Að hlusta á Sade er eins og að vera boðið inn í helli veggfóðraðan með silkisjölum. Sándið er plussað, rýmið er öruggt. Allt verður mýkra og fallegra líkt og nafnið hennar, Sade, sem borið er fram Sjadei.
Sade er margslunginn listamaður sem hefur haft mikinn stjórn á ferli sínum. Yfir þetta er farið í þætti dagsins. Njótið, fílið!
„Við höfum margoft verið beðnir um að fíla „In the Air Tonight“ með Phil Collins,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem...
„Hey Matt“ „Já, Tim“ „Hefurðu talaði við Marc nýlega?“ „Ööö, nei, ég hef eiginlega ekki talað við hann, en hann virkar soldið ööö leiður“...
Cypress Hill - I Wanna Get High Það er komið að skoti úr bongóinu. Hér er um negul-neglu að ræða. Kúbversk-mexíkönsku-amerísku á-skala-við-Billy-Joel-seljandi gangsterarnir frá...