Jack & Diane – Svo basic að það blæðir

July 13, 2018 01:15:48
Jack & Diane – Svo basic að það blæðir
Fílalag
Jack & Diane – Svo basic að það blæðir

Jul 13 2018 | 01:15:48

/

Show Notes

Tottið chili-pylsu og troðið henni í svöðusár frelsarans. Lífið heldur áfram löngu eftir að það hættir að vera spennandi. Í dag verður farið inn í Kjarnann. Haldið ykkur fast.

Fyrst smá formáli.
Fílalag hefur þrisvar sinnum fjallað um Bruce Springsteen, meðal annars í fyrsta þættinum sínum. Ástæða þess að Springsteen er svo hátt skrifaður hjá Fílalag (og raunar í tónlistarblaðanördasamfélaginu almennt) er vegna þess að hann er ósvikinn. Hann er ekki að reyna að vera neinn annar – Sprinsteen (eða Steini eins og við köllum hann) er ekki aðeins frumlegur heldur beinlínis frumstæður í einfaldleika sínum. Textar eftir Steina segja hlutina á mannamáli. Hann er engum líkur.
Eða hvað? Er hægt að vera meiri Steini en Springsteen sjálfur? Er hægt að vera meira basic, fara dýpra inn í kjarnann? Er hægt að steingerva heartland-rokkið, hjartlands-steininn, meira en sjálfur Steini?
Já. Það var gert árið 1982 af John Mellencamp. Heyrn er sögu ríkari. Jack & Diane. Svo basic að það blæðir.
Troðið ykkur í gallabuxur, sótbláar, klæðið ykkur í himinn ryðríkisins. Þú stendur að morgni og heilsar laufguðum trjám. Þú gerir það sem þig lystir meðan söngur fugla heyrist. Þú gerir þitt besta, og lífið heldur áfram.

Other Episodes

Episode 0

June 25, 2021 01:19:31
Episode Cover

Killing Me Softly With His Song- Að smyrja kæfu ofan á skýin

Roberta Flack - Killing Me Softly Lyklapartí í Norræna húsinu 1973. Samískar hempur lagðar á gólfin. Reykelsi fíruð. Kæfan smurð. Maður að koma heim...

Listen

Episode

November 15, 2019 00:50:08
Episode Cover

Oh What A Night (December ’63) – Kransæðarfílingur

Frankie Valli and the Four Seasons – December, 1963 (Oh What a Night) Árið 1975 var þannig komið fyrir hljómsveitinni The Four Seasons og...

Listen

Episode

April 13, 2016 01:13:03
Episode Cover

Changing of the Guards – Síðasta útspil Timburmannsins

Bob Dylan er sá stærsti. Hann er stærri en Bítlarnir, stærri en Elvis, stærri en Stones. Þetta er ekki sagt á mælikvarða plötusölu eða...

Listen