Það er haust. Fílalag tekur fyrir haust tónlistarsögunnar, sem er sólóferill John Lennon. Nánar tiltekið „Mother“ af Plastic Ono Band frá 1970.
Hví er haust? Vegna þess að Bítlarnir eru hættir. Vegna þess að tónlistin hljómar krisp og umfjöllunarefnin eru þung – en falleg.
Mother er miklu meira en lag. Það er fókuserað listaverk. Það inniheldur frumtjáninguna. Það er eitt af uppáhalds lögum Fílalagsbræðra og hefur verið alla tíð. Það tók á að fíla þetta. En það er ekki hægt að hlaupast undan fegurðinni og hryggðinni. Hún nær manni alltaf.
Í dag fara Fílalagsbræður í skemmtilegt ferðalag um heim popptónlistar þar sem við sögu koma Bítlarnir, Mannfred Mann og Michael Jackson. Staðnæmst er við...
Úr gullkistu alvarpsins – Fílalag – Angie í Brussels Snorri og Ebbi hafa verið á ferðalagi og náðu ekki að taka upp þátt í...
Bubbi – Serbinn Fjörutíu metrar á sekúndu. Ekki vindhviða heldur beinstíf leiðsla af flæðandi draugum inn í himinhvel hugans. Lax í dauðakippum. Eggjarauð kokteilsósa....