Mother – Móðir. Haust. Fegurð.

September 30, 2016 01:29:49
Mother – Móðir. Haust. Fegurð.
Fílalag
Mother – Móðir. Haust. Fegurð.

Sep 30 2016 | 01:29:49

/

Show Notes

Það er haust. Fílalag tekur fyrir haust tónlistarsögunnar, sem er sólóferill John Lennon. Nánar tiltekið „Mother“ af Plastic Ono Band frá 1970.

Hví er haust? Vegna þess að Bítlarnir eru hættir. Vegna þess að tónlistin hljómar krisp og umfjöllunarefnin eru þung – en falleg.

Mother er miklu meira en lag. Það er fókuserað listaverk. Það inniheldur frumtjáninguna. Það er eitt af uppáhalds lögum Fílalagsbræðra og hefur verið alla tíð. Það tók á að fíla þetta. En það er ekki hægt að hlaupast undan fegurðinni og hryggðinni. Hún nær manni alltaf.

Other Episodes

Episode

November 19, 2017 00:43:13
Episode Cover

End Of The World – Heimsendir í dós

Betty Draper ryksugar. Herforingjar leggja drög að slátrun á uppreisnarmönnum í Suðaustur Asíu. Þriggja tonna kadilakkar skríða eftir úthverfagötum. Unglingsstúlka í pilsi liggur uppi...

Listen

Episode 0

February 28, 2020 01:08:25
Episode Cover

Sunday Mornin' Comin' Down - Loðinn óður til þynnku

Kris Kristofferson - Sunday Morning Coming Down Aldrei í veraldarsögunni hefur verið jafn viðeigandi að vera þunnur eftir áfengisdrykkju en í Nashville 1970. Famboðið...

Listen

Episode

October 18, 2019 00:48:09
Episode Cover

A Town Called Malice – Að hrista úr sér sjöuna

The Jam – A Town Called Malice Nú er moddið tekið fyrir í allri sinni dýrð. Sultan er fíluð. Paul Weller í brakandi ullarjakkafötum...

Listen