Hvað getur maður sagt um R.E.M? Eitt mesta cross-over band allra tíma. Fór frá því að vera þunglyndismúsík fyrir holuhassreykjandi lopapeysulið frá Portland, Oregon yfir í fullt stím með Bylgjulestinni. Ekki einu sinni U2 hefur sent jafn langa stoðsendingu.
Galdur R.E.M. er að þetta er djúpfílanleg músík. Þetta eru nöllar með sterka listræna sýn, helling af intróvert persónuleikavandamálum og þrótt hins ameríska suðurríkjamanns. Þetta eru menn sem gefast aldrei upp. Fyrr en núna reyndar. R.E.M. hætti störfum árið 2011.
Hvað verður tekið fyrir í dag? Lagið sem hóf ferðalagið yfir í lendur bylgjunnar og hlö-maskínunnar. Losing My Religion, frá 1991. Lag sem hóf 10. áratuginn og alternative þunglyndismenningu hans. Djúpfílanlegt. Remkex með mjólk. Hlaðið þessu í ykkur.
Fílalag grefur í Fílabeinskistuna á þessum föstudegi og töfrar fram umfjöllun sína um eitt stærsta lag ársins 1989. Stúlknasveitin Bangles með kraftballöðurýtinginn Eternal Flame....
Fílalagi barst tilkynning frá fílahjörðinni. Hlynur nokkur Jónsson sendi skilaboð og heimtaði fílun á „Child in Time” með Deep Purple, Made in Japan, útgáfunni....
Það er komið að Steina, Bruce Springsteen, í þriðja sinn hjá Fílalag. Nú er það níu-steini sem er tekinn fyrir. Hann er með kleinuhringjaskegg,...