Workingman's Blues #2 - Með hjartað fullt af bananabrauði

May 22, 2021 01:31:19
Workingman's Blues #2 - Með hjartað fullt af bananabrauði
Fílalag
Workingman's Blues #2 - Með hjartað fullt af bananabrauði

May 22 2021 | 01:31:19

/

Show Notes

Bob Dylan - Workinman's Blues #2

Bob Dylan kjarnar hugmyndina um „boomer". Það er erfitt að kyngja því nú á tímum þegar 37 ára gamalt fólk kallar 39 ára gamalt fólk búmera og heldur að það sé með neglu. En það er áttræður Bubbi gamli Zimmermann, fæddur 24. maí 1941, sem er aðalbúmerinn. Hann útskrifaðist úr highschool í blazer-jakka með Presley-hár og sleikti svo út allt 60s gúmmelaðið, mótmælin, bítlaskóna, bítnikkabúllsjittið og að lokum sígaunahippið, endurkomuna og efasemdirnar. Með stækkandi bankabók og hækkandi hlutabréfum, eftir að hafa tekið erfiða tímabilið á flatan beinaberan kassann, reis hann svo að lokum upp sem endanlegur Jésú Kristur New York Times ritstjórnarinnar, nóbelaður og skósólaður inn í frægðarhöll búmeranna sponsored by Ray Ban og Pfizer.

En Bob Dylan er geitin og geitur láta aldrei að sér hæða. Seinni tíma Zimmy gleymir aldrei hvaðan hann kom. Hann hefur aldrei látið nappa sig í Napa-dalnum í vínsmökkun því hann er hrísgrjón og baunir gaur, tötrasveinn meðal tötrasveina. En umfram allt þá hefur hann aldrei látið neinn ráðskast með sig. Sama hvað líður óskurum og nóbelum þá svarar hann engu kalli. Enginn getur keypt hann, nema mamma hans, sem tók á móti honum heim úr skólanum með nýbakað bananabrauð. Lykillinn að Bob Dylan er að það er enginn fjandans lykill. Hann er bara fullur af kærleika, stútfullur af bananabrauði og hann á afmæli og hann er sjálfur hafurinn.

Other Episodes

Episode

October 12, 2018 00:55:34
Episode Cover

Spirit in the sky – Ljósið við enda ganganna

Hvernig ætli stóra ferðalagið sé? Hápunktur allrar lífsreynslu hlýtur að vera sjálf himnaförin. Að klára dæmið og sameinast alheims-andanum. En er hægt að reyna...

Listen

Episode

January 26, 2019 01:06:55
Episode Cover

Common People – Nikkuspil neðan þilja (live á Kex Hostel)

Eftir næstum fimmtán ár af ströggli sló hljómsveitin Pulp í gegn. Þau komu frá Sheffield og höfðu norpað í artí nýbylgju rokk baslinu svo...

Listen

Episode

March 13, 2015 00:48:47
Episode Cover

Maggie May – Graðasti maður breska samveldisins neglir heiminn

„Árið 1971 var Rod Stewart einfaldlega nítrólýserín dýnamít-túba ready to explode. Það er bara þannig,“ segir Snorri Helgason í nýjasta þætti Fílalags þar sem...

Listen