Maggie May – Graðasti maður breska samveldisins neglir heiminn

March 13, 2015 00:48:47
Maggie May – Graðasti maður breska samveldisins neglir heiminn
Fílalag
Maggie May – Graðasti maður breska samveldisins neglir heiminn

Mar 13 2015 | 00:48:47

/

Show Notes

„Árið 1971 var Rod Stewart einfaldlega nítrólýserín dýnamít-túba ready to explode. Það er bara þannig,“ segir Snorri Helgason í nýjasta þætti Fílalags þar sem fyrsti hittari Rod Stewarts, Maggie May, var fílaður með pompi og prakt. „Á þessum tímapunkti er hann búinn að gera góða og stöðuga hluti með öllum helstu spöðunum í breska tónlistarheiminum og það eina sem var eftir var að kynna hann fyrir umheiminum,“ bætir hann við en Snorri klæddi sig sérstaklega í níðþröngar mod-buxur fyrir upptöku þessarar viðhafnarútgáfu Fílalags enda nauðsynlegt að fara í sparifötin þegar Roddarinn er fílaður.

„Roddarinn var sperrtur eins og páfugl þegar söngurinn var tekinn upp. Hann vissi að þetta var stundin enda er Maggie May óumdeild neglutónsmíð,“ segir Bergur Ebbi sem vafði fimm tóbaksklútum um hálsinn og skartaði maskara til heiðurs Rod á degi podcast-upptökunar. „Það sem einkennir þetta lag umfram allt annað er 100% skortur á efasemdum. Jafnvel húsvörðurinn í upptökuverinu var sperrtur daginn sem þetta var tekið upp því hann vissi að hér væri verið að launcha ferli sem myndi selja 100 milljónir plús af plötum,“ bætir hann við.

Meðal fleiri atriða sem rædd voru í þættinum var sérstakt konungsbréf sem Englandsdrottning gaf út árið 1973 og veitti Rod Stewart ótakmarkað „license to shag“ auk þess sem frægur leynisamningur Rod Stewarts og David Bowie kom við sögu.

Ef þið fílið Rod Stewart verðið þið að hlusta á þennan Fílalagsþátt. Ef þið fílið ekki Rod Stewart þá er ykkur velkomið að skila fæðingarvottorðum ykkar inn til Hagstofunnar. Borgartún 21a, opið 8-16 alla virka daga.

Other Episodes

Episode

April 05, 2016 00:47:08
Episode Cover

Sódóma – Skyrta úr leðurlíki – Aukaþáttur vegna byltingarinnar

Extra! Extra! Nú er sendur í loftið sérstakur almannavarnarþáttur Fílalags. Það ríkir óvissa. Skaðmundur er út í horni. Forsetinn flaug heim. Örninn er sestur....

Listen

Episode

December 18, 2015 00:43:43
Episode Cover

Er líða fer að jólum – Bjargvætturinn í rúllustiganum

Hið fullkomna jólaskap er hátíðarblanda af kvíða og tilhlökkun. Það er ekkert gaman að jólunum nema klifrað sé upp og niður tilfinningastigann í aðdraganda...

Listen

Episode

October 23, 2015 00:40:26
Episode Cover

Für Immer – Að eilífu: Súrkál

Að vera rokkari snýst um að jarða rokkið. Hamra á gítarinn eins og það sé í síðasta skipti sem hann er hamraður. Ef maður...

Listen