Johnny Nash - I Can See Clearly Now
Ef fílgúdd væri vara sem maður kaupir út í búð, þá erum við í þann mund að setja tvo fimmtíu kílóa sekki í skottið á bílnum við bílastæðið hjá Costgo. Framundan er bökuð kartafla snædd í ölvandi sólskini undir hamraveggjum. Pakkið fellihýsinu í súputening og étið það. Mesta fílgúdd-stemningslag allra tíma er fílað í dag.
Málið er ekki flókið. Málið er kristaltært. Það er ekki ský á himni. Hann er blár og á honum miðjum er ein stök gul kúla sem er að negla gleði inn í skrokk ykkar. Gengið er hátt. Hjartað slær. Börn brosa. Spékoppar leiftra á andlitum. Öllum líður vel.
Aldrei hætta að berjast. Hamist á hamstrahjólinu. Spænið það upp til agna með vinnslu þannig að neistar fljúga og kveikið í veröldinni. Eltið ljósið, eltið drauminn, lífið er kartöflusalat, það er hægt að komast undir regnbogann!
Alone Again Naturally – Gilbert ‘O Sullivan Strappið á ykkur væmna leðurtösku. Ræsið Volkswagen bjölluna á köldum vetrarmorgni. Það er sjöa. Öllum er kalt....
Skilaboð frá Fílalagsmönnum: Það hafði lengi verið á stefnuskrá Fílalags að taka Leonard Cohen fyrir. Nú í vikunni létum við loks verða af því...
Mikið uppnám varð í herbúðum Fílalags í vikunni. Snorri sendi Bergi Ebba skilaboð. Í þeim stóð orðrétt: „Trommarinn í Roxy Music var að senda...