Popptónlist er ekki lífið sjálft. Popptónlist er leikur og allir sem taka þátt í hamaganginum eru leikarar. Það þýðir samt ekki að það sé ekki mikið í húfi í leiknum.
MGMT slógu í gegn fyrir næstum 10 árum síðan. Bandið samanstendur af tveimur náungum, Benjamin Goldwasser fæddum 1982 og Andrew VanWyngarden fæddum 1983. Þeir eru brautryðjendur aldamótakynslóðarinnar í poppi. Þeir eru millenials og eitt af þeirra stærstu lögum, Time to Pretend, frá 2008 er einskonar sjálfstæðisyfirlýsing Y-kynslóðarinnar.
Skilaboðin eru einföld og þau eru einlæg þó að þau virki kaldhæðnisleg á yfirborðinu. Búum til tónlist. Græðum peninga. Giftumst módelum. Köfnum í eigin ælu.
Skilaboðin eru einlæg því stóra yfirlýsingin er sönn og rétt. Það eina sem þessi kynslóð getur gert í fullri einlægni er að þykjast. Þetta er allt saman leikur. Það er enginn að þykjast vera neitt meira en hann er: leikari sem vill vinna leikinn.
Hlustið á þessar mikilvægu greiningar í Fílalagi dagsins.
Fílalag hefur fjallað um allskonar öfga í gegnum tíðina. Í lýsingu á þættinum sem fjallaði um Elvis mátti til dæmis finna þessa setningu: „á...
Það er varla til íslenskara lag en Sveitin milli sanda. Samt er lagið framandi. Það minnir á dollara-vestra. Eða japanskt geishu-partí. Eða Miami kalypsó-sitdown....
„Hann kom, sá og sigraði“ var sagt um Sesar. Um Oasis er óþarfi að nota þrjú orð. Þeir komu hvorki né sáu, þeir sigruðu...