One Headlight - Glætan og myrkrið

June 12, 2020 01:02:42
One Headlight - Glætan og myrkrið
Fílalag
One Headlight - Glætan og myrkrið

Jun 12 2020 | 01:02:42

/

Show Notes

The Wallflowers - One Headlight

Ég veit hvað þú gerðir síðasta sumar. Þú keyrðir yfir brúna hjá sýslumörkunum á einni lukt og bjúikkinn hvarf inn í myrkrið. Það komast ekki allir á Kirkjugarðsballið í haust sem ætluðu þangað í vor.

Maísakurinn. Bregðuruslið. Sætir unglingar leiknir af þrítugum alkóhólistum. Hörð ljós níunnar. Ein lukt. Beint í andlitið, beint í grímuna, beint í meitlað spjaldið. Múltí-platína. Gubbað í fötu. Kjálkar, haka, nef, augu.

Rokkið er í andaslitrunum. Það var í andaslitrunum 1957, 1967, 1977, 1987 og 1997. Og alltaf var því bjargað af dreamy drulluhala með telecaster.

Addams-fjölskyldan. Yfirgefnar timburhallir. Lakkaðar líkkistur. Djúplakkaðar, póleraðar, valhnotuhirslur.

Upplausn hugmynda. Endurfæðing. Bestun. Þorgeir Ástvaldsson með hvíta hanska.  Heisið, meisið, þykknið, myrkrið. Skaðræði, ofbeldi. Ameríka. 
Ein lukt er allt sem þarf.

Other Episodes

Episode 0

January 15, 2021 01:02:45
Episode Cover

White Rabbit - Nærðu huga þinn

Jefferson Airplane - White Rabbit San Francisco 1967. Reipi undir smásjánni. Rannsóknarlögreglumenn frá FBI með hlerunarbúnað í hvítum sendiferðarbílum. Drullugir hippar. Satan stutt frá....

Listen

Episode

November 29, 2019 00:53:29
Episode Cover

Bitter Sweet Symphony – Að fasa út sársaukann

The Verve – Bitter Sweet Symphony Eitt stærsta lag allra tíma. 1997. Manchester-drjólar að gefa hann góðan. Stórir leðurjakkar. Alkólíseraðir tónlistarblaðamenn, skrjáfandi þunnir, skrifandi...

Listen

Episode 0

November 03, 2023 01:18:04
Episode Cover

My Heart Will Go On  - Stirðnandi klökka hjartalausa djúp

My Heart Will Go On (Love Theme from Titanic) - Celine Dion Blómabúðalykt. Orð sem voru hvísluð svo lágt að þau aldrei heyrðust. Unglingaherbergið...

Listen