One Headlight - Glætan og myrkrið

June 12, 2020 01:02:42
One Headlight - Glætan og myrkrið
Fílalag
One Headlight - Glætan og myrkrið

Jun 12 2020 | 01:02:42

/

Show Notes

The Wallflowers - One Headlight

Ég veit hvað þú gerðir síðasta sumar. Þú keyrðir yfir brúna hjá sýslumörkunum á einni lukt og bjúikkinn hvarf inn í myrkrið. Það komast ekki allir á Kirkjugarðsballið í haust sem ætluðu þangað í vor.

Maísakurinn. Bregðuruslið. Sætir unglingar leiknir af þrítugum alkóhólistum. Hörð ljós níunnar. Ein lukt. Beint í andlitið, beint í grímuna, beint í meitlað spjaldið. Múltí-platína. Gubbað í fötu. Kjálkar, haka, nef, augu.

Rokkið er í andaslitrunum. Það var í andaslitrunum 1957, 1967, 1977, 1987 og 1997. Og alltaf var því bjargað af dreamy drulluhala með telecaster.

Addams-fjölskyldan. Yfirgefnar timburhallir. Lakkaðar líkkistur. Djúplakkaðar, póleraðar, valhnotuhirslur.

Upplausn hugmynda. Endurfæðing. Bestun. Þorgeir Ástvaldsson með hvíta hanska.  Heisið, meisið, þykknið, myrkrið. Skaðræði, ofbeldi. Ameríka. 
Ein lukt er allt sem þarf.

Other Episodes

Episode

November 20, 2015 00:36:40
Episode Cover

Killing In The Name Of – „Fuck you I won’t do what you tell me“

Hvert er hið eiginlega einkennislag síð X-kynslóðarinnar/early milennials? Er það Smells Like Teen Spirit. Iiih. Núll stig. Giskið aftur. Er það Under the Bridge?...

Listen

Episode

August 12, 2016 00:24:35
Episode Cover

In The Court Of The Crimson King – Stærsta lag allra tíma

Fílalag dregur nú fram eina af sínum mikilvægustu fílunum. Í dag heyrum við fílun á lagi sem breytti sögunni. Ekki bara tónlistarsögunni heldur veraldarsögunni....

Listen

Episode

March 29, 2024 01:07:57
Episode Cover

Can't Get You Out Of My Head - Búmmerangið í sefinu

Kylie Minogue - Can't Get You Out Of My Head Orðið "popp" til að lýsa ákveðinni tegund tónlistar er einstaklega mikil svikamylla því það...

Listen