White Christmas - "Let's Go Have a Coca-Cola"

December 20, 2024 01:31:58
White Christmas - "Let's Go Have a Coca-Cola"
Fílalag
White Christmas - "Let's Go Have a Coca-Cola"

Dec 20 2024 | 01:31:58

/

Show Notes

Bing Crosby - White Christmas

Það gengur svo mikið á í lífi okkar að við þurfum stundum pásu, frið, hlé. Við þurfum þetta hlé einu sinni á ári. Jólin eru fyrst og fremst hlé frá veseninu, rifrildinu, stríðinu og stritinu. Þess vegna elskum við hvít jól. Því snjórinn leggur hvíta mottu yfir allt, kallar fram kyrrðina og bætir hljóðvistina.

Þetta snýst um mottulagninguna. Að hafa hvítan feld undir iljum sér. Hvítan feld sem hylur sporin, sem hylur myrkrið, sem hylur blóðið. Við þurfum þetta hlé einu sinni á ári.

En nú eru liðin meira en áttatíu ár síðan mottan var lögð. Við höfum gengið á henni í heilan mannsaldur. Sum segja að mottan sé ekki lengur hvít, hún sé orðin rykug og drullug. Það skiptir engu. Þessi motta má allt. Stundum er hún hvít, stundum sporug, stundum drullug en alltaf sígræn.

Nú er komið að því að haf'ett eins og Kaninn. Gefum flauelinu orðið. Við óskum þér kóka-kóla og prins póló með.

Other Episodes

Episode

April 13, 2016 01:13:03
Episode Cover

Changing of the Guards – Síðasta útspil Timburmannsins

Bob Dylan er sá stærsti. Hann er stærri en Bítlarnir, stærri en Elvis, stærri en Stones. Þetta er ekki sagt á mælikvarða plötusölu eða...

Listen

Episode

September 18, 2015 00:42:36
Episode Cover

Síðan hittumst við aftur – Helgi Björns og vatnstankurinn

Bergur Ebbi og Snorri Helgason taka fyrir lagið Síðan hittumst við aftur í nýjasta þætti Fílalags. Sveitaballapopp var nafn á íslenskri tónlistarstefnu sem nú...

Listen

Episode

June 07, 2019 00:38:06
Episode Cover

Glugginn – Frumdagar kúlsins

Flowers – Glugginn Gestófíll: Teitur Magnússon Fílalag grefur í gullkistu sína að þessu sinni og töfrar fram eina af sínum fyrstu fílunum. Um er...

Listen