T.Rex – Get it On
Útvíðar buxur. Fílingur. Allt er stemning. Að dansa við jólatréð er stemning. Að láta renna í bað er stemning. Allir eru sætir, allir eru skítugir. Vínylplatan hefur djúpar rákir. Jarðskjálfti má ríða yfir. Nálin mun ekki haggast úr sínu grúvi. Þetta verður tekið heim. Enginn er svangur. Allir eru nærðir af stemningu. Lífið er grúv, stemning er fílingur, Guð býr í smáatriðunum. Hér er hugsað um sérhverja taug. Engin taug líkama þíns er vanrækt. Berðu virðingu fyrir því, mannsbarn. Þú er pelaandlag. Grameðlan sveiflar 800 kílóa sporði sínum og þú verður fyrir tíðninni. Spenntu þig, sperrtu þig, spelkaðu þig. Komdu því í gang, lemdu í gjall, gefðu hann góðann og komdu því í gang.
Bruce Springsteen - Born in the U.S.A. Levis 501. Nestisbox úr stáli. M16 hríðskotariffill. Eldar loga. Miskunnsami samverjinn kveikir sér í sígarettu og askar...
„90’s var tími öfga í tónlist. Það sem var að seljast var annaðhvort öfga hedó-popp eins og 2Unlimited eða öfga rokk um sjálfstortímingu eins...
Kylie Minogue - Can't Get You Out Of My Head Orðið "popp" til að lýsa ákveðinni tegund tónlistar er einstaklega mikil svikamylla því það...