Drive – Að skera myrkrið

March 04, 2016 00:39:11
Drive – Að skera myrkrið
Fílalag
Drive – Að skera myrkrið

Mar 04 2016 | 00:39:11

/

Show Notes

Nýrómantík er hreyfing í listum.

Í bókmenntum reið tímabilið yfir á síðari hluta 19. aldar og lifði eitthvað fram á 20. öldina og tekur svo auka-hiksta öðru hvoru.

Nýrómantík einkennist af enn meiri dramatík en hefðbundin rómantík – stundum eru öfgarnar svo miklar að það virkar eins og grín.

Dæmigerður nýrómantíkus klæðir sig í óperulegan frakka, er með dökka augnskugga og þjáist af berklum og skrifar ljóð með fjaðurpenna á meðan hann hóstar sig til dauða við kertaljós. Þetta er alveg þannig dæmi.

Í poppmúsík var nýrómantíska tímabilið til upp úr new-wave. Gæjar eins og Gary Numan voru byrjaðir að fikta við þetta en hreyfingin fór ekki á flug fyrr en á áttunni með böndum eins og Duran Duran og Ultravox.

Í Bandaríkjunum var líka hörku-neó-rómantík í gangi og meira að segja í mekka amerískrar lág-, iðn-, og þægindavæðingar, Boston, spratt fram nýrómantík á háu stigi. Slíkt er ekki annað hægt en að fíla í drasl. Þeir höfðu þetta einfalt þarna í Boston. „Bílarnir“ með lagið „Akstur“.

Gjörið svo vel.

Other Episodes

Episode

June 10, 2016 00:44:32
Episode Cover

Guiding Light – Ómenguð rockabilly þráhyggja

Hvað gera Bandaríkjamenn ef að bíll selst vel? Þeir framleiða meira af honum? Hvað þýðir að framleiða meira af honum? Framleiða fleiri eintök en...

Listen

Episode 0

September 03, 2021 01:02:43
Episode Cover

Over & Over - Sans Serif

Hot Chip - Over and Over Það er komið að tilgangslausu trúttilúllus skaðræði í formi duracell airwaves hjakks. Nú skal djammað fast og post...

Listen

Episode

December 06, 2019 00:51:08
Episode Cover

Only Shallow – Háheiðinn, þjóðsögulegur en iðnvæddur rafmulningur

My Bloody Valentine – Only Shallow Ímyndið ykkur ef að innan í jörðinni sjálfri væri stórt tómarúm. Það væri hægt að taka lyftu niður...

Listen