Box of Rain – Sviti. Heimspeki. Fílgúdd. Hass. Paranoja. Kynlíf. Dauði. Stemning.

April 20, 2018 NaN
Box of Rain – Sviti. Heimspeki. Fílgúdd. Hass. Paranoja. Kynlíf. Dauði. Stemning.
Fílalag
Box of Rain – Sviti. Heimspeki. Fílgúdd. Hass. Paranoja. Kynlíf. Dauði. Stemning.

Apr 20 2018 | NaN

/

Show Notes

Kafloðin handabök skoppa upp og niður á hljómborði. Sýra merlast í heilahvelum. Djúpsteikingarfita hjúpar innanverð vélindu. Grateful Dead eru í hljóðverinu. Veröldin er kamelgul. Meðvitund, svefn og dauði. Allt eru þetta frændur.

Loðnasti fíllinn er tekinn fyrir. Kafloðinn. Hárið er hart og mikið, liggur strítt í allar áttir. Grateful Dead er meira en hljómsveit. Það er menningarfyrirbrigði, afl, vídd og fasti. Kannski soldið erfitt að útskýra það í 45 mínútna hlaðvarps-þætti. En Fílalag fór í málið.

Því Grateful Dead er fyrst og fremst – framar allri heimspeki, nördaskap og skaðræði – Grateful Dead er fyrst og fremst grííííííííðarlegur fílingur.

Hér er borinn fram kassi af regni.

Njótið!

Other Episodes

Episode 0

September 17, 2021 01:10:38
Episode Cover

Have You Ever Seen The Rain? - Full ákefð

Creedence Clearwater Revival - Have You Ever Seen The Rain? Saga Creedence Clearwater Revival er best tekin saman með einu orði: ákefð. Hljómsveitin starfaði...

Listen

Episode

August 09, 2019 01:08:09
Episode Cover

Get it on – Að gefa hann góðann

T.Rex – Get it On Útvíðar buxur. Fílingur. Allt er stemning. Að dansa við jólatréð er stemning. Að láta renna í bað er stemning....

Listen

Episode

May 03, 2019 00:56:34
Episode Cover

Love Don’t Cost A Thing – Þegar allt glóði

Jennifer Lopez – Love Don’t Cost a Thing Popptíví tíminn. Latin sprengjan. Bronshúðað fólk, dansandi á ströndinni. Glingur og drasl á hverjum fingri, eyrnalokkar,...

Listen