Wichita Lineman – Axlir. Kjálkar. Leitin að kjarnanum

December 01, 2016 00:58:51
Wichita Lineman – Axlir. Kjálkar. Leitin að kjarnanum
Fílalag
Wichita Lineman – Axlir. Kjálkar. Leitin að kjarnanum

Dec 01 2016 | 00:58:51

/

Show Notes

Stærstu kjálkar bandarískrar tónlistarsögu eru teknir fyrir í Fílalag í dag. Glen Campbell. Maðurinn sem gaf okkur softkántrí slagara eins og Rhinestone Cowboy gaf okkur líka lagið sem fílað er í dag.

Wichita Lineman.

Lagið dregur nafn sitt af borginni Wichita í suðurhluta Kansas. Ef kort af Bandaríkjunum er skoðað sést að Wichita er því sem næst í landinu miðju. Wichita er kjarninn. Maður getur varla verið lengra frá sjó í Norður-Ameríku. Í Wichita fékk Trump mörg atkvæði.

Farið er yfir kjarna Bandaríkjanna í þætti dagsins í dag. Svo svífum við inn í draumalandið með kjálkameistaranum Glen Campbell og lagi hans um símvirkjann frá Wichita.

Other Episodes

Episode 0

July 16, 2021 01:19:31
Episode Cover

Nessun Dorma - Hetja sigrar

Milljónir manna, milljónir sagna, tjöld máluð í litbrigðum jarðarinnar, sól á himni, hveiti á akri. Og stígvélið sparkar í knöttinn á miðjarðarhafi sagna, valda,...

Listen

Episode

July 21, 2017 00:56:37
Episode Cover

Steal My Sunshine – Kanadíski draumurinn

„Hey Matt“ „Já, Tim“ „Hefurðu talaði við Marc nýlega?“ „Ööö, nei, ég hef eiginlega ekki talað við hann, en hann virkar soldið ööö leiður“...

Listen

Episode

March 08, 2019 01:19:59
Episode Cover

Forever Young – Dramatík. Fegurð. Kviðristun.

Youth Group – Forever Young Alphaville – Forever Young Það eru tvær útgáfur undir nálinni hjá Fílalag í dag en aðeins eitt lag. Og...

Listen