Stærstu kjálkar bandarískrar tónlistarsögu eru teknir fyrir í Fílalag í dag. Glen Campbell. Maðurinn sem gaf okkur softkántrí slagara eins og Rhinestone Cowboy gaf okkur líka lagið sem fílað er í dag.
Wichita Lineman.
Lagið dregur nafn sitt af borginni Wichita í suðurhluta Kansas. Ef kort af Bandaríkjunum er skoðað sést að Wichita er því sem næst í landinu miðju. Wichita er kjarninn. Maður getur varla verið lengra frá sjó í Norður-Ameríku. Í Wichita fékk Trump mörg atkvæði.
Farið er yfir kjarna Bandaríkjanna í þætti dagsins í dag. Svo svífum við inn í draumalandið með kjálkameistaranum Glen Campbell og lagi hans um símvirkjann frá Wichita.
Árið er 1990. Rockabilly endurvakning ríður röftum í Los Angeles. David Lynch er að dúndra út skrítnum kvikmyndum með sætum krökkum og 50s músík....
Mark Knopfler - Going Home (Theme from Local Hero) Andinn. Stemningin. Newcastle upon Tyne. Þú þarft ekki að vera bestur, þú þarft ekki að...
Beck - Loser Eftirpartísófi með teppi hekluðu úr tékknesk-bóhemískum ljóðum og bróderaður með Andy Warhol Factory-flúxi. Póst-móderníski skúnkurinn Beck Hansen er fílaður niður í...