Theme from New York, New York - Með 20. öldina út á kinn

September 18, 2020 01:25:13
Theme from New York, New York - Með 20. öldina út á kinn
Fílalag
Theme from New York, New York - Með 20. öldina út á kinn

Sep 18 2020 | 01:25:13

/

Show Notes

Frank Sinatra - Theme from New York, New York

Bláskjár. Frank Sinatra. Níu hundruð þúsund sígarettur. Tvö hundruð og átta tíu þúsund martíní-glös. T-steikur, broads, kertaljós. Röddin í útvarpinu, axlirnar á sviðinu, augun á umslaginu.

Francis Albert. Jarðaður með foreldrum sínum. Kistan úttroðin af stemningsvarningi. Slökkt á Las Vegas. Empire State byggingin lýst bláu ljósi. Þar fór þrútnun aldarinnar ofan í box.

Hátindurinn? Böllin á Broadway (ekki í Ármúla), yfirlið unglingsstúlknanna sem höfðu beðið alla nóttina að komast inn. Óskarsverðlaunin fyrir bestan leik 1954. Forsetavígsluball Kennedy 1961. Sundlaugabakkasnilldin. Völdin, peningarnir, áhrifin, glamúrinn. Eða var hápunkturinn bara að drepast í stól með viskíglas á hverju kvöldi. Lognast útaf úr ofgnótt. Hverfa inn í augu engilsins.

Ronní, Bógí, Crosbý. Silki dregið eftir þófmjúku handarbaki. Mal kadilakks í þykkninu. Sálin tindrandi en holdið jafn dautt og kartöflusalat á afgangadiski á dæner um niðdimma nótt. Eða var það öfugt?

Gamli Bláskjár. Klikkaður maður með hatt í vitstola veröld, kamelsjúgandi, sálarkljúfandi manneskja í myrkrinu. Pírir augun og hverfur okkur sjónum, með 20. öldina löðrandi út á kinn.

Other Episodes

Episode

April 12, 2019 00:55:38
Episode Cover

Final Countdown – Með sjóðheitan kjarnorkuúrgang í klofinu

Europe – The Final CountdownÞað var lokaniðurtalning í gamla Nýló salnum þegar hármetal-hesthúsið Europe var fílað í allri sinni dýrð, frammi fyrir fílahjörðinni. Tjúúúúú....

Listen

Episode 0

March 27, 2020 01:02:35
Episode Cover

Þeir bestu - Ég mun fela öll mín tár

Hljómar - Ég mun fela öll mín tár Undir fílunarnálunni eru Hljómar frá Keflavík. Besta band Íslands, fyrr og síðar.  Þeir voru vinsælastir, frjóastir...

Listen

Episode

May 31, 2024 01:12:58
Episode Cover

Crazy - Klikkun

Crazy - Patsy Cline Kötturinn svífur um eldhúsið. Hárþurrkan syngur sópran inn á baði. Rafmagnslínurnar svigna milli stauranna úti á götu og spila hægan...

Listen