The Logical Song - Saðsamasti morgunverður allra tíma

August 06, 2021 00:51:57
The Logical Song - Saðsamasti morgunverður allra tíma
Fílalag
The Logical Song - Saðsamasti morgunverður allra tíma

Aug 06 2021 | 00:51:57

/

Show Notes

The Logical Song bresku hljómsveitarinnar Supertramp frá 1979 er svo rökrétt að það nær ekki nokkurri átt. Samið af þunnum Bretum í hljómsveitabolum, tekið upp í fyrsta flokks hljóðveri í Bandaríkjunum, loftþéttur popppakki fyrir alla framtíð. Létt heimspekilegur texti með tímalausum hugleiðingum, Abbey Road hljómandi gítarar, wurlitzer hljómborðslínur og möfflaðar sjöu-trommur.

The Logical Song er dæmi um homo sapiens að skapa eitthvað tímalaust með öllum stimplum vélar sinnar. Og viljir þú áfyllingu á saðsamasta morgunverð allra tíma, þá er hún vissulega í boði. Við skulum ekki gleyma að árið 2001 kom Scooter og súper trampstampaði þessa neglu inn á heilabörk heimsins.

Other Episodes

Episode

January 22, 2016 01:04:42
Episode Cover

Smack My Bitch Up – Skilaboð fyrir heila kynslóð

Fáar hljómsveitir settu jafn skýran svip á unglingamenningu níunnar (90s) og Liam Howlett og félagar í The Prodigy. Bandið gaf út þrjár metsöluplötur á...

Listen

Episode 0

July 30, 2021 01:10:45
Episode Cover

Foolish Games - Djásnið í djúpinu

Jewel - Foolish Games Það er mikið af rusli í heiminum. KFC-umbúðir á sófaborði, ljótar byggingar í illa skipulögðum borgum sem öllum er sama...

Listen

Episode

June 29, 2018 01:06:38
Episode Cover

Coffee & TV – Alkóríseruð indí-drulla, endastöð, snilldarstöð

Blur voru ein stærsta popphljómsveit níunnar. Damon Albarn var poppskrímsli sem þefaði uppi stemningu og samdi popphittara. Hann elskaði athygli og poppkúltúr. En innan...

Listen