Foolish Games - Djásnið í djúpinu

July 30, 2021 01:10:45
Foolish Games - Djásnið í djúpinu
Fílalag
Foolish Games - Djásnið í djúpinu

Jul 30 2021 | 01:10:45

/

Show Notes

Jewel - Foolish Games

Það er mikið af rusli í heiminum. KFC-umbúðir á sófaborði, ljótar byggingar í illa skipulögðum borgum sem öllum er sama um, kusk á hillu, milljónir laga sem er tímasóun að hlusta á. Í raun er heimurinn bara einn stór ruslahaugur. Saga okkar líka. Flestar minningar, flest orð sem hafa verið sögð, þetta er bara rusl og suð sem skiptir engu máli. Maður verður að líta á það þannig: Að öðrum kosti verður maður bara ruglaður.

En svo eru gersemar í ruslinu. Jewel er ein þeirra. Gersemi í þeim risastóra ruslabing sem amerísk fjöldamenning er. Hún fæddist í Utah, ólst upp í Alaska og var síðar heimilislaus í San Diego. En þá skrifaði hún undir plötusamning og varð fræg. En þá fyrst er hætta á að breytast í rusl. En Jewel gerði það ekki, því hún er ein af þessum manneskjum, þessum örfáu sem eru öðruvísi, öruggari, sterkari. Það gerist endrum og eins og það er alltaf jafn mikill galdur.

Other Episodes

Episode 0

September 16, 2016 00:43:59
Episode Cover

Sveitin milli sanda - Lokasenan

Það er varla til íslenskara lag en Sveitin milli sanda. Samt er lagið framandi. Það minnir á dollara-vestra. Eða japanskt geishu-partí. Eða Miami kalypsó-sitdown....

Listen

Episode

April 26, 2019 00:46:26
Episode Cover

Summer In The City – Bartar, hiti

The Lovin’ Spoonful – Summer in the City Hvar? New York borg, New York ríki, Bandaríkin. Hvenær? 4. júlí 1966. Hvað? Sprengja af himnum....

Listen

Episode

August 24, 2018 01:10:42
Episode Cover

Walking On Sunshine – Lík dansa

Fílalag er snúið aftur eftir tveggja vikna hlé. Snorri er nýgiftur og svífur nú um á rósrauðu skýi. Fílun dagsins er því fílgúdd-þykknið sjálft...

Listen