Stuðmenn – Tætum og tryllum
Leggjum á borð. Það er 1975. Það er þjóðvegur. Það er ökutæki. Það er fólk um borð.
Það er stemning.
Hið mikla íslenska vegalag er fílað í dag. Og skaparar þess, sjálfir Stuðmenn, með Björgvin Halldórsson í forsöng. Herra Guð. Þetta er of mikið. Með þetta lag í akstri, sól á himni, fjórtán skinkur á mælinum og þriggja daga helgi framundan. Úff. Vúff.
Stemningin verður ekki meiri.
Gleðilega verslunarmannahelgi kæra þjóð. Það er komið að Hljómsveit allra landsmanna!
Bang Gang – So Alone Hér er farið yfir Bang Gang. Og hér er að mörgu að hyggja.Aldrei gleyma Hrafna-Flóka. Aldrei gleyma undirgöngunum undir...
Kylie Minogue - Can't Get You Out Of My Head Orðið "popp" til að lýsa ákveðinni tegund tónlistar er einstaklega mikil svikamylla því það...
Aldrei gleyma því hvað Bandaríkin eru stór. Þetta eru 324 milljón manneskjur. Það er svakalegt. Svo er þetta tæpir tíu milljón ferkílómetra. Rosalegt flæmi....