Love is a losing game - Djúpsteiktur loftsteinn af himnum

December 30, 2019 01:03:42
Love is a losing game - Djúpsteiktur loftsteinn af himnum
Fílalag
Love is a losing game - Djúpsteiktur loftsteinn af himnum

Dec 30 2019 | 01:03:42

/

Show Notes

Amy Winehouse - Love is a Losing Game

Hún varð aldrei gömul. Samt var rödd hennar djúp og vitur. Djass-þjáning úr fimmunni, soul-titringur úr sexunni. Sígarettur að brenna út í öskubökkum í spilasölum rússneskra olígarka, transfitusafi kjúklingsins í Southgate. Hámenning. Lágmenning. Dekadans.

Tattú. Kerti í vínflöskum. Reykingalykt af feldi grás síams-kattar. Camden. Gljástig djassgeggjara. Hot rod-mittið. Titrandi söngfugl á lauflausri grein sem slútar yfir kirkjugarðsleikmynd í film-noir-mynd sem er aðeins fáanleg á Aðalvideoleigunni. 

Hún var djúpsteiktur lofsteinn, sendur niður til okkar af almættinu. Við stöndum í gígnum.

Other Episodes

Episode 0

November 20, 2020 01:02:13
Episode Cover

Don’t Get Me Wrong - Hindin heilaga

The Pretenders - Don’t Get Me Wrong Chrissie Hynde, söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Pretenders hafði marga fjöruna sopið þegar hún söng lagið “Don’t...

Listen

Episode

May 16, 2025 00:51:38
Episode Cover

Superman - Kaðlastigi úr kúlheimum

Trabant – Superman Tuttugu hestar hníga niður í miðri Ártúnsbrekku og leysast upp í grárri malbiks-súldinni í krampakenndum íslenska-dansflokks-hnykkjum. Gallajakka er rennt gegnum pre-reykingabanns...

Listen

Episode

April 29, 2016 00:54:05
Episode Cover

Don’t Try To Fool Me – Ekki reyna að djóka í mér

Hann var ljóðskáld, hann var myndlistarmaður og hann var einn af fremstu lagahöfundum Íslands. Jóhann G. Jóhannsson er til umfjöllunar í þessum nýjasta þætti...

Listen