Amy Winehouse - Love is a Losing Game
Hún varð aldrei gömul. Samt var rödd hennar djúp og vitur. Djass-þjáning úr fimmunni, soul-titringur úr sexunni. Sígarettur að brenna út í öskubökkum í spilasölum rússneskra olígarka, transfitusafi kjúklingsins í Southgate. Hámenning. Lágmenning. Dekadans.
Tattú. Kerti í vínflöskum. Reykingalykt af feldi grás síams-kattar. Camden. Gljástig djassgeggjara. Hot rod-mittið. Titrandi söngfugl á lauflausri grein sem slútar yfir kirkjugarðsleikmynd í film-noir-mynd sem er aðeins fáanleg á Aðalvideoleigunni.
Hún var djúpsteiktur lofsteinn, sendur niður til okkar af almættinu. Við stöndum í gígnum.
Frankie Valli and the Four Seasons - December, 1963 (Oh What a Night) Árið 1975 var þannig komið fyrir hljómsveitinni The Four Seasons og...
Er til eitthvað stemmdara fyrirbæri í heiminum heldur en alkólíseraður kokkur í fíling? Miðaldra, fráskilinn maður að hræra í potti og hlusta á tónlist...
Fílalag fílar níu ára gamalt lag í dag. Hér er um að ræða einn stærsta smell ársins 2007: Paper Planes með M.I.A. Engin borg...